Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 2

Mistur

Lífrænt moringa andlitskrem, 15 ml - Eliah Sahil

Lífrænt moringa andlitskrem, 15 ml - Eliah Sahil

Verð 4.990 kr
Verð 0 kr Söluverð 4.990 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Lífrænt andlitskrem sem inniheldur meðal annars moringa lauf, kamillu blóm og gullkoll ásamt möndluolíu, aprikósuolíu, shea smjöri og mangósmjöri sem innihalda fullt af góðum vítamínum, próteinum og andoxunarefnum. Nærandi krem sem stuðlar að endurnýjun húðarinnar, dregur úr myndun fínna lína, mýkir grófa og þurra húð og verndar viðkvæma húð gegn mengunar áhrifum, kulda og veðrabreytingum.

Eingöngu náttúruleg hráefni eru notuð í þetta krem og þar af eru 99% lífræn hráefni. Kremið inniheldur ekkert vatn og hafa því 15 ml af moringa kreminu jafn mikla virkni og u.þ.b. 40 ml af kremi með vatnsgrunn. 

Hentar öllum húðtegundum og má nota daglega. Geymist við stofuhita.

Inniheldur ekki rotvarnarefni, glúten, paraben, pálmaolíu eða steinolíu (paraffín olíu) og er ekki prófað á dýrum.

Notkun:
Sem rakagefandi dagkrem: Berið á hreinsað andlit kvölds og morgna. Látið andlitshúðina vera aðeins raka eftir þvott eða spreyið með kamillu- eða rósavatni. Takið svo smá smyrsl úr krukkunni, hitið á milli fingurgómanna og nuddið inn í raka húðina.
Fyrir staðbundna notkun á hrukkum, þurrum húðsvæðum eða á kinnbein: hitið smyrslið á milli fingurgómanna og berið á húðina að kvöldi áður en farið er að sofa.

Innihald (INCI)
Shea smjör (Butyrospermum Parkii)*, Mangó smjör (Mangifera Indica)*, Aprikósuolía (Prunus Armeniaca)*, fínmalað Moringa lauf (Moringa Oleifera)*, möluð kamillu blóm (Chamomilla Recutita)*, malaður Gullkollur (Anthyllis Vulneraria)*, prótein úr möndlum (Prunus Amygdalus Dulcis)*, möluð túrmerik rót (Curcuma Longa)*, Sólblómaolía (Helianthus Annuus)*, E-vítamín (Tocopherol)**, extrakt úr rósmarín (Rosmarinus Officinalis) *, náttúrulegt ilmefni**.

*úr lífrænni ræktun, **náttúrulegt.

Magn: 15 ml.
Umbúðir: Glerkrukka, bambuslok og pappaspjald.
Framleitt í Austurríki.
Lífræn vottun frá Austria Bio.

Eliah Sahil - náttúrulegt · lífrænt vottað · vegan
Þegar maðurinn er í sátt við sjálfan sig lifir hann líka í sátt við náttúruna og hefur því tækifæri til að breyta þessum heimi í jákvæða átt. Eliah Sahil framleiðir vörur sem endurspegla hreinleika náttúrunnar. Allar vörurnar eru unnar úr hágæða jurtum, jurta- og blómadropum og steinefnum. Lífræna hráefnið er aðallega fengið frá smábændum í Indlandi og Afríku. Eliah Sahil metur líf allra lífvera og notar því hvorki afurðir úr dýrum né heldur eru vörurnar prófaðar á dýrum.

Zero Waste snyrtivörur
Eliah Sahil notar sellulósamerkingar úr nýstárlegu steindufti og prentbleki án jarðolíu, leysiefna og aukaefna. Þessar merkingar þurfa allt að 80% minna vatn við framleiðslu. Og það besta af öllu, það þarf ekki að höggva tré til að búa til þennan pappír. Ál umbúðirnar og glerflöskurnar eru 100% endurvinnanlegar. Eingöngu er notað lífplast úr endurnýjanlegum sykurreyr, ekkert hefðbundið plast.

Sjá allar upplýsingar