Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 2

Moya

Lífrænt hunang með Moya Matcha 200 gr.

Lífrænt hunang með Moya Matcha 200 gr.

Verð 2.590 kr
Verð Söluverð 2.590 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Gómsætt lífrænt hunang með grænu Moya matcha daily te sem er ótrúlega gott á osta, í drykki, ábætisrétti eða hvað eina sem þú ert vön/vanur að nota hunang í.

Lífrænt hunang með matcha er ljúffeng og frumleg blanda af náttúrulegu eistnesku hunangi og Moya Matcha Daily te. Fjölblóma hunang þar sem meirihlutinn nektarsins er sóttur úr blómstrandri víði, hlyn, túnfífli, hindberjablómum, víðijurtum og smára, en þetta er úrval þeirra plantna sem eistneskar býflugur safna mestu úr.

Sætleiki hunangsins er í fullkominni andstæðu við milda beiskju japanska Matcha Daily tesins frá annarri og þriðju uppskeru. Hunangið er passlega sætt og hefur þykka áferð sem stífnar enn frekar af matcha. Það er einfaldlega frábært í eftirrétti, með ostum, á samlokur og á ristað brauð. Hentar að sjálfsögðu vel í te og aðra drykki og svo er líka mjög gott að borða það beint úr krukkunni.

Innihald: 95 % lífrænt fjölblóma hunang, 5% Moya Matcha Daily lífrænt grænt te.

Upprunaland: Eistland

Magn: 200 gr. 

Sjálfbæra hunangið kemur í glerkrukku með málmloki.  

Moya Matcha hunangið er með lífræna laufblaðið sem er vottunarmerki ESB og hefur einnig fengið Tún vottun.

Sjá allar upplýsingar