Lífræn Black Seed olía. 200 ml. - Viridian
Lífræn Black Seed olía. 200 ml. - Viridian
Black Seed (Nigella sativa) olían kemur jafnvægi á ónæmiskerfið, er rík af andoxunarefnum og þykir mjög gagnleg við hvers konar sýkingum og bólgum.
Black Seed olían frá Viridian er hágæða olía. Hún er unnin í Egyptalandi úr lífrænum fræjum, kaldpressuð og tappað á litaðar flöskur undir nítrógen þrýstingi svo hvorki loft né ljós komist að framleiðslunni. Vert er að geta þess að plöntur úr egypskri ræktun eru í meiri metum en plöntur ræktaðar annarsstaðar en í dag er plantan mest ræktuð á austur Indlandi en hún á uppruna sinn í vestur Asíu. Jurtin verður allt að 40 - 50 cm. há og blómstrar hvítum blómum. Nigella satvia er sumstaðar nefnd Blessed seed.
Black seed olían frá Viridian er lífrænt vottuð af Soil Association en lífræn ræktun er betri bæði fyrir menn og jörð. Lífrænir staðlar sem þessir tryggja að olían er laus við kemísk efni og ekki úðuð með skordýraeitri. Lífræn ræktun vinnur með jörðinni, ekki gegn henni.
Viridian tryggir gæðin alla leið og því má vel gera ráð fyrir að þessi olía frá Viridian sé besta sinnar tegundar í heiminum í dag.
Leiðbeiningar:
Sem fæðubót takið 1 tsk á dag eða samkvæmt ráðleggingum læknis eða annars heilsusérfræðings. Þessi bragðgóða og einstaklega næringarríka olía líka góð í þeytinga, á grænmeti, í salöt, pasta, hrísgrjón, kartöflur ofl. Einnig mögnuð nuddolía og mikið notuð, sérstaklega á höfuð og bringu.
Varúð: Athugið að olían er blóðþynnandi og því ekki æskileg fyrir fólk á blóðþynningarlyfjum. Hætta ber notkun a.m.k. tveimur vikum fyrir aðgerðir.
Notist ekki á meðgöngu eða með barn á brjósti nema í samráði við lækni.
Magn: 200 ml.
Í 5 ml tsk er:
Lífræn black seed olía úr Nigella Sativa 100%
Omega 6 (Linoleic acid) 2540mg
Omega 9 (Oleic acid) 1040mg
Umbúðir: Glerflaska með áltappa í pappahólk.
Framleitt í Bretlandi