Jurtaapótek
Lakkrísrót möluð, 80 gr
Lakkrísrót möluð, 80 gr
Því miður ekki til á lager
Lakkrísrót (Glycyrrhiza glabra).
Lakkrísrótin verndar lifrina og örvar hana til að framleiða meira gall, stuðlar að meira blóðflæði í gegnum lifrina, jafnar starfsemi í brisi og um leið blóðsykurinn. Hún örvar og nærir nýrnahetturnar, getur örvað hægðir og aukið þol gegn streitu. Lakkrísrótin losar slím úr öndunarfærum, mýkir og græðir meltingarveg ásamt því að vera bólgueyðandi. Góð jurt til að nota gegn sýkingum í öndunarfærum, lungnakvefi og astma. Einnig má setja smá af lakkrísrótardufti í nefskolkönnu þegar um kvef og/eða kinnholubólgu er að ræða.
Virk efni: M.a. flavóníðar, kúmarín, bitrungar, amínósýrur, barkasýrur, sterar, sápungar og sykrur.
Notkun:
Notið ½ tsk í heitt vatn tvisvar sinnum á dag og drekkið. Neytið ekki á tóman maga. Hættið notkun ef var verður óeðlilegra einkenna.
Varúð: Ekki fyrir fólk með of háan blóðþrýsting.
Umbúðir: Glerkrukka og plasttappi.
Framleitt af Jurtaapótekinu.
Deila vöru
