Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 2

Amphora Aromatics

Kvöldvorrósarolía 100 ml. Lífræn

Kvöldvorrósarolía 100 ml. Lífræn

Verð 3.140 kr
Verð Söluverð 3.140 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Lífræn kvöldvorrósarolía.

Inniheldur: Oenothera biennis. Kaldpressuð kvöldvorrósarolía.

Kvöldvorrósarolían er náttúrulega rakagefandi og mýkjandi, sérstaklega góð fyrir þroskaða húð. Hún er há í GLA (Gamma Linolenic Acid) sem er talin vera mjög góð til að vinna á þurri húð, Psoriasis og exemi. Eins inniheldur hún Linoleic Acid sem gefur raka og styrkir náttúrulegar varnir húðarinnar. Kvöldvorrósarolían hefur tiltölulega stutt geymsluþol svo það getur reynst vel að blanda henni með annarri olíu með góðri rotvörn eins og t.d. hveitikímsolíu.
Hægt er að nota kvöldvorrósarolíu sem grunn í andlitsolíu ásamt t.d. möndluolíu, eða með jojobaolíu ef um er að ræða hormónatengdar bólur. Hún er góð í nuddolíur til að vinna á þurri húð, psoriasis og exemi og eins má nudda henni í þurran hársvörð. Gott er að blanda saman kvöldvorrósarolíu og laxerolíu til að gera góðan og nærandi rakamaska á andlit eða hár. Einnig er hægt að blanda henni við aðrar grunnolíur eins og t.d. möndluolíu eða aprikósuolíu og uppáhalds ilmkjarnaolíurnar og njóta sem góðrar nuddolíu.
Lífræna kvöldvorrósarolíu má einnig nota til inntöku og getur reynst gagnleg fyrir konur á breytingaskeiði, börn með ofvirkni og gegn psoriasis og exemi. Venjulegur dagskammtur er 1 tsk á dag.

Kvöldvorrósin kemur upprunalega frá Norður Ameríku en er núna ræktuð víða t.d. í Bretlandi. Frumbyggjar N-Ameríku notuðu rótina t.d. til að lækna magaverki og laufin til að græða sár.

Varúð:

Geymist þar sem börn ná ekki til. Geymist fjarri sólarljósi. 

Uppruni: Kína.

Pakkað í Bretlandi í glerflösku með áskrúfuðum plasttappa. 


 

Sjá allar upplýsingar