Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 4

Bazar Bizar

Körfur úr sjávargrasi - 3 stk.

Körfur úr sjávargrasi - 3 stk.

Verð 15.950 kr
Verð Söluverð 15.950 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Handofnar körfur úr sjávargrasi,  3 stk.

Þessar fallega sjávargrasofnu Bai Nhat körfur sem koma í þremur stærðum geta geymt hvaða hlut sem er í hvaða herbergi sem er - en umfram allt eru þetta glæsilegir skrautmunir.  Styrkur karfanna er ótrúlegur, þökk sé vefnaðartækni sem Víetnam er frægt fyrir. Körfurnar eru með fallegu gegnsæju mynstri og mjúkur kanilltónninn passar við hvaða rými sem er að innan eða utan.

Ef þú ert ekki að nota þær má auðveldlega stafla þeim ofan í hvora aðra þær þurfa nánst ekkert pláss.

Stærð:
Breidd 26 – 35 – 45
Þvermál 26 – 35 – 45
Hæð 15 – 20 – 24

Framleitt í Vietnam

Um
Sjávargras lifir í sjó við strendur í flestum heimsálfum. Það er einstakt vegna þess að það er eina plantan sem lifir neðansjávar og getur blómstrað þar. Úr þurrkuðu sjávargrasi má gera gullfalleg húsgögn m.a. og eru þau þá ofin á meðan plantan er enn græn. Húsgögn og aðrar vörur úr sjávargrasi missa svo græna litinn þegar þær þorna, verða þéttar og þá fyrst tilbúnar til notkunnar.

Slétt og glansandi áferð sjávargrassins gerir það að verkum að auðvelt er að viðhalda því. Notaðu mjúkan klút og strjúktu meðfram brúnum grassins til að þrífa burt ryk og önnur óhreinindi. Eins geturðu notað gufu til að slétta úr sjávargrasi ef þú vilt.
Mælt er með því að geyma vörur úr sjávargrasi innandyra og vernda þær gegn bleytu og slæmu veðri. Ef varan blotnar í má alveg búast við því að hún byrji að brotna niður og rotna þar sem hún er algjörlega náttúruleg. Liturinn á vörunni dofnar sé hún látin standa í sól.

Sjá allar upplýsingar