Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 5

Bazar Bizar

Kökudiskur á fæti. Tekk. Þrjár stærðir

Kökudiskur á fæti. Tekk. Þrjár stærðir

Verð 4.190 kr
Verð Söluverð 4.190 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.
Stærð

Tekk kökudiskar á fæti - veldu stærð

Það er fátt girnilegra en fallega framreitt gúmmelaði og þessi tekk kökudiskur hentar fullkomlega fyrir kökur, súkkulaðimola, osta eða annað kruðerí. Léttur og mjúkur á háum fæti.

Stór

Stærð 28 cm. í þvermál
Hæð 13,5 cm.

Medium

Stærð 24,5 cm. í þvermál

Hæð 11 cm.

 

Lítill

Stærð 20 cm. í þvermál

Hæð 8 cm.

Má ekki fara í uppþvottavél

Framleitt í Indónesíu

 

Um tekk

Tekk er suðrænt harðviðartré sem finnst á Indlandi og suðaustur Asíu. Tekk viðurinn innheldur mikið magn af verndandi olíu sem gerir það að verkum að viðarhluturinn þinn getur enst ævina. Olíuinnihaldið gerir það einnig að verkum að viðurinn þolir mikinn hita og raka. Náttúrulegt tekk má nota bæði inni og úti. Bazar Bizar notar bæði tekkgreinar og tekkrót, en hver er nú munurinn á þessu tvennu? Greinarnar sem notaðar eru falla ýmist til við aðra húsgagnaframleiðslu eða þeim er safnað saman af botni skógarins. Tekk rót hins vegar kemur úr stofni trésins og fæst úr föllnu tré. Athugið að tekktré eru ekki felld til að framleiða eitthvað úr þeim.

Viðhald á tekk
Þú getur strokið af tekk hlutum með mildu volgu sápuvatni. Skolaðu svo með hreinu vatni í tusku til að ná örugglega allri sápu af og látið þorna vandlega. Ef einhverjir blettir sitja eftir fjarlægðu þá varleg en ekki nota svamp þar sem hann getur rispað viðinn.
Ef þú vilt fá langvarandi vörn þá má nota tekk viðarolíu sem veitir vatnsvörn og getur komið í veg fyrir blettamyndun. Ef þú pússar tekk rót nærðu fram fallega gullnum lit. Við veðrun dofnar liturinn á viðnum og hann fær á sig silfurgráan blæ.

Sjá allar upplýsingar