Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

Viridian

Klórella lífræn - 90 hylki. Næringarefni og blóðhreinsandi

Klórella lífræn - 90 hylki. Næringarefni og blóðhreinsandi

Verð 7.590 kr
Verð 0 kr Söluverð 7.590 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.
Lífræn klórella frá Viridian er ræktaður örþörungur sem vex náttúrulega í ferskvatni. Klórella er góð uppspretta járns og sinks sem bæði stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og eðlilegri vitrænni starfsemi. Hún inniheldur einnig andoxunarefnin omega 3, C- og E-vítamín og karótenóíð (beta-karótín og lútein) sem vernda okkur fyrir frumuskemmdum og B-vítamínin B1, B2, B6 og B12 sem stuðla að eðlilegum orkugefandi efnaskiptum og auka þannig orku og lífskraft.

Klórellan hefur lengi verið talin hafa afeitrandi áhrif á líkamann. Sérstaklega hefur sýnt sig að hún hefur getu til að bindast skaðlegum þungmálmum, sem síðan skolast náttúrulega út úr líkamanum.

Lífræna klórellan frá Viridian er ræktuð og uppskorin á eyjunni Hainan í Suður-Kínahafi. Þar er hlýtt og bjart loftslag sem er tilvalið til ræktunar á klórellu og svæðið í kring er byggt upp af náttúrulegum skógi sem þýðir að engin hætta er á mengun af frárennsli frá landbúnaði. Ferskvatnstjarnirnar eru fylltar af vatni sem dregið er djúpt úr jörðu og síað vandlega fyrir notkun til að tryggja að það sé alveg hreint. Engin kemísk skordýraeitur eða illgresiseyðir eru notuð og klórellan vex úti í náttúrulegu sólarljósi. Klórellan er þvegin vandlega í höndunum og síðan þurrkuð hratt og þannig er varðveitt hámarks magn næringarefna. Þetta þurra duft fer síðan í gegnum mölunarferli sem brýtur upp frumuveggi klórellunar (sem meltingarfæri mannslíkamans ráða ekki við) og þetta mölunarferli gerir næringarefnin sem finnast inni í frumunni aðgengilegri án þess að nokkuð tapist af næringunni.

Leiðbeiningar og geymsla:
Sem fæðubótarefni er mælt með 1-3 hylki, allt að þrisvar á dag með mat. Ekki fara yfir tilgreindan skammt nema að heilsusérfræðingur mæli með.
Geymið á köldum þurrum stað þar sem börn ná ekki til.
Ekki má nota á meðgöngu eða við brjóstagjöf nema með leiðbeiningum frá heilbrigðisstarfsmanni. Þetta er fæðubótarefni sem á ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt mataræði og lífsstíl.

Innihald í einu hylki:
Lífræn klórella 400mg
Jurtahylki
Í grunni Alfalfa
Innihaldið er vegan og hylkin líka.
Án allra aukaefna, fylli- og bindiefna.
Lífrænt vottað af Soil Association.

Umbúðir: Glerkrukka og állok.
Pakkað í Bretlandi.
Sjá allar upplýsingar