Viridian
Kanil extrakt, 30 stk - Blóðsykurstjórnun og bólgur
Kanil extrakt, 30 stk - Blóðsykurstjórnun og bólgur
Því miður ekki til á lager
Ceylon kanill (Cinnamomum verum) er oft nefndur hinn sanni eða hinn ekta kanill (true cinnamon). Nafnið Ceylon kanill vísar til upprunans, Sri Lanka, sem hét áður Ceylon.
Kanill getur hjálpað til við að viðhalda heilbrigðu blóðsykursgildi og er þar með gagnlegur fyrir t.d. fólk með sykursýki 2. Hann getur einnig verið gagnlegur við ýmsum meltingartruflunum s.s. niðurgangi og loftmyndun í maga. Kanill inniheldur mikið af andoxunarefnum (t.d. polyphenols), er bólgueyðandi, bakteríudrepandi og sveppadrepandi.
Hvert hylki inniheldur:
Ceylon kanil extract (Cinnamomum verum J. Presl) 400 mg, sem samsvarar 4800 mg af hreinum kanil.
60 mg af Proanthocyanidins.
Hylki úr jurtabeðmi.
Leiðbeiningar:
Taktu 1 – 2 hylki daglega með mat sem fæðubótarefni. Ekki fara yfir tilgreindan skammt nema læknirinn mælir með. Ekki má nota á meðgöngu eða við lyfjagjöf nema læknir hafi mælt með því. Geymið á köldum þurrum stað þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Þetta er fæðubótarefni sem á ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt mataræði og lífsstíl.
Viridian kanillinn er lífrænt vottaður af Soil Association.
Umbúðir: Glerkrukka og állok.
Framleitt í Bretlandi.
Deila


