Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 4

WayCap

Kaffihylki fyrir Nespresso - sett 2 hylki

Kaffihylki fyrir Nespresso - sett 2 hylki

Verð 10.750 kr
Verð Söluverð 10.750 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

WayCap eru margnota og áfyllanleg kaffihylki fyrir Nespresso kaffivélar. Þau eru úr ryðfríu stáli og því hægt að fylla á þau og nota um ókomna tíð. Umhverfisvæn  kaffihylki sem skilja ekki eftir sig fjöldan allan af tómum plasthylkjum, sparnaður bæði með tilliti til umhverfisins og buddunnar og þú velur þitt uppáhalds kaffi í uppáhellinguna.

Pakkinn inniheldur:

  • tvö áfyllanleg hylki fyrir Nespresso vélar
  • handvirkan skammtara
  • fjögur mismunandi lok fyrir hvert hylki
  • þjöppu

Góð ráð:

  • Varist að nota of fínt malað kaffi
  • Fyllið kaffihylki og pressið létt á milli þess sem þú setur í það, teskeið hentar vel til að moka í hylkið. Með smá æfingu og réttum filter í lokinu kemurðu til með að finna þína uppáhaldsblöndu.

Passa í eftirfarandi Nespresso vélar; Pixie, Inissia, Essenza*, Essenza Mini, Lattissima, U, U Milk, Milk Citiz, Expert, Prodigio, Maestria, Creatista, Lattissima, Lattissima Touch, Gran Maestria, Kitchen Aid.

*Gamlar Essenza vélar henta ekki fyrir hylkin.

Hér geturðu séð myndband með hentugum upplýsingum.

_______________

Endist ævilangt
WayCap Nespresso kaffihylkið dugar ævilangt og þú getur notað það til að hella þér upp á fyllra og ilmandi kaffi það sem eftir er.

Hylkið virkar eins og einnota hylkin um leið og þú hefur náð tökum á því og ert komin upp á lag með að hella uppá þitt uppáhalds kaffi.

Í WayCap kaffihylkjunum er sérhannað rennsliskerfið bæði þegar vatnið rennur í hylkið og úr því. Tilgangurinn með því er að ná fram bestu mögulegu gæðunum í kaffinu sem þú kaupir, hvort sem þú kaupir malað í poka í matvöruverslunum eða baunir frá kaffiframleiðendum.

Það tók WayCap tvö ár að prófa mismunandi fyrirkomulag á inn- og útrennslisspjöldunum til að finna besta flæðið og ná þannig fram besta expressóinu. Markmiðið var að hella upp á gæða kaffi, hvaðan sem það kæmi og í leiðinni gera þér kleift að hella uppá með fallegri og velhannaðri vöru.

WayCap hylkin eru úr ryðfríu stáli, áreiðanlegu og sterku efni. Þéttihringurinn undir lokinu er úr sílikoni samþykktu fyrir matvæli. Hráefnin sem notuð eru í kaffihylkin eru öll samþykkt fyrir matvæli

Sjá allar upplýsingar