Innöndunarstautur fyrir ilmkjarnaolíur með himalayasalti - Terra Gaia
Innöndunarstautur fyrir ilmkjarnaolíur með himalayasalti - Terra Gaia
Handhægur og stílhreinn innöndunarstautur með grófu himalaya salti, tilvalinn til að nota ilmkjarnaolíur t.d. þegar kvefið herjar á (eucalyptus eða piparmynta), til að örva minni og einbeitingu (rósmarín eða sítróna) eða til að draga úr streitu og kvíða (appelsína, lavander, frankincense).
Notkun:
Skrúfið endann af stautinum, setjið 1-3 dropa af ilmkjarnaolíu fyrir börn og 3-8 dropa fyrir fullorðna í saltið, lokið og hristið vel saman.. Hægt er að nota stakar olíur, ilmolíublöndur eða gera sína eigin blöndu. Það fer svo eftir tíðni notkunar hversu lengi ilmurinn endist í saltinu en hægt er að nota sama saltið sem burðarefni svo lengi sem sama olían er notuð eða þangaði til ilmurinn af fyrri olíu er horfinn.
Auðvelt er að þrífa stautinn og skipta um salt með því að skrúfa endann af og losa notaða saltið úr.
Notað salt má svo jafnvel setja í fótabað eða bað ef viðkomandi olíur henta til þess.
Stautur úr áli, í pappapakkningu.
Framleitt af Terra Gaia, Tékklandi.