Helg tjáning. Íslenskir Blómadropar Kristbjargar. Vitund 1. 10 ml.
Helg tjáning. Íslenskir Blómadropar Kristbjargar. Vitund 1. 10 ml.
Þessi blanda kemur jafnvægi á hálsstöðina og hjálpar okkur að tjá okkar sanna sjálf, hver við raunverulega erum og hvað við viljum. Hún hjálpar okkur að vera sönn, einlæg og heiðarleg og að gefa öðrum rými til að vera það líka. Þessi blanda er góð við einmanaleika, depurð, feimni og einangrunar tilfinningu og getur hjálpað við listsköpun.
Líkamlega getur blandað hjálpað til við að styrkja talfærin, öndunarveginn, háls og munn og getur mögulega hjálpað til við að koma jafnvægi á skjaldkirtilinn.
Innihald:
Lífrænt koníak (40% vol.), 100 hlutar á móti 300 hlutum blómavatns hlöðnu tíðni ljósbera, sigurskúfs, tófugrass og vetrarblóms.
Notkun:
Setjið 3 dropa undir tungu 4-8 sinnum á dag. Einnig má setja 21 dropa í 30 ml flösku og fylla upp með vatni. Úr þeirri flösku eru svo teknir 14 dropar í vatnsglas tvisvar á dag.
Umbúðir: Glerflaska og dropateljari.
Framleitt á Íslandi af Kristbjörgu Elí ehf.