Handofin dyramotta 90x60 cm
Handofin dyramotta 90x60 cm
Handofin dyramotta 90x60 cm

Handofin dyramotta 90x60 cm

Venjulegt verð 8.850 kr

Hver vill ekki láta taka á móti sér með stæl? Þessi einstaka, handofna dyramotta er úr vatnahýasintu og er sérstaklega gerð fyrir heimilið þitt; forstofuna, svefnherbergið, innisvalirnar eða jafnvel baðherbergið. Jarðarlitirnir njóta sín vel í þeirri vefnaðartækni og handverki sem Vietnam er þekkt fyrir.

Vatnahýasintu vefnaðinum er haldið saman með brúnu bómullargarni sem jafnframt myndar kögrið á endunum.

Stærð mottu: 90 cm. x 60 cm.

Um
Vatnahýasintan er græn vatnaplanta sem vex á vatnaleiðum í Vietnam. Þegar hún er þurrkuð verður til endingargott og sjálfbært hráefni sem auðvelt er að móta vegna mýktarinnar. Vörur úr vatnahýasintu má þrífa með því að strjúka yfir með rökum klút og fjarlægja þannig ryk og önnur óhreinindi. Mestu máli skiptir þó að láta hana þorna vel því ef raki helst í henni getur hún myglað. Því mælum við með að nota hana innandyra, undir þaki eða á þurrum stað utandyra. Sólarljós getur haft áhrif á lit og áferð.


Deila þessari vöru


Meira úr þessum vöruflokki