Handáburður í föstu formi – fyrir garðyrkjumanninn
Handáburður í föstu formi – fyrir garðyrkjumanninn
Vinnandi hendur eiga skilið góða umhirðu. Án góðrar umhirðu verða hendurnar fljótt þurrar, grófar og sprungnar.
Bjargaðu höndunum með þessari snjöllu, þrívirku formúlu sem er rakagefandi, nærandi og stuðlar að endurheimt heilbrigðrar húðar.
Gerður til að sefa lúnustu hendur garðyrkjumannsins, nauðsynlegur fyrir þá sem vilja halda höndunum eins mjúkum og heilbrigðum og unnt er og laða fram náttúrulegan gljáa og endurnærða húð. Auðgaður með náttúrulega rakagefandi kremum.
Eftir að þú hefur borið á þig handáburðinn njóta vinnulúnar hendur, raka, mýktar og næringar sem náttúrulegu ilmkjarnaolíurnar innihalda.
Handáburður garðyrkjumannsins er hannaður af sérfræðingum Edinburgh Natural Skincare Company og er sérstaklega hugsaður til að veita vinnandi höndum þau næringarefni sem þær þurfa til að jafna sig. Með innihaldsefnum eins og frönsku lavender, kakósmjöri, Ylang Ylang og bergamont, telja þeir kremið veita vinnulúnum höndum kærkomna slökun frá daglegu áreiti.
Lausn fyrir þurra, slitna og pirraða húð með dásamlega lyktandi og gagnlegum ilmkjarnaolíum, handgert í Skotlandi.
- Öflug næring í léttum og þægilegum umbúðum
- Handáburður í föstu formi sem má ferðast með.
- Inniheldur aðeins náttúruleg litarefni. Án rotvarnarefna og ilmolía.100% náttúrulegt
- Ekki prófað á dýrum
- Endurnýtanlega umbúðir
- Handunninn í Skotlandi
- Unnið af handverksfólki
Innihald og virkni.
Bývax sem vörn gegn skaðlegum umhverfisáhrifum. Hjálpar til við að draga úr þurrki með því að beisla rakann í húðinni.
Kakósmjör inniheldur nauðsynlegar fitusýrur sem næra og vökva húðfrumur um leið og það veitir vernd gegn krefjandi umhverfisaðstæðum, skemmdum af völdum sólarljóss og sindurefnum, auk þess sem kakósmjör býr yfir bakteríudrepandi eiginleikum.
Kókosolía býr yfir bakteríudrepandi eiginleikum, nærir húðina, bætir heilbrigði hennar og eykur ljóma og styrkir náttúrulega fegurð hennar.
Franskt lavender frá Provence sem hefur bólgueyðandi og bakteríudrepandi eiginleika og er róandi fyrir húðina.
Bergamot olía er frábært fyrir feita húð og hjálpar til við að losa um stíflur í svitaholum.
Ylang Ylang olía hjálpar þér að slaka á og drepur bakteríur.
Innihald ilmkjarnaolía: * Geraniol, Limonene, Linalool
Þyngd: 50g
Notkun
Þegar þú tekur handáburðinn úr umbúðunum, nuddaðu stykkinu varlega yfir lófa og handarbök, rétt eins og þú gerir með handsápu og leggðu áherslu á þurrkasvæði.
Þegar þú nuddar kreminu á húðina, beittu smá þrýsting til að hita vefinn undir yfirborði húðarinnar og örva blóðráðsina. Njóttu nuddsins, áferðarinnar og ilmsins.
Ef tíminn leyfir, dekraðu við þig og gefðu sjálfri/sjálfum þér smá auka handanudd sem er fljótleg og slakandi leið til að bæta liðleika í fingrum og úlnlið, auka blóðflæði og draga úr verkjum í vöðvum og liðum.