Amphora Aromatics
Grænn leir, 100 gr - Amphora Aromatics
Grænn leir, 100 gr - Amphora Aromatics
Því miður ekki til á lager
Grænn leir eða Illite leir, hentar vel fyrir venjulega og/eða feita húð. Leirinn má blanda saman við annaðhvort vatn eða blómavatn og er þá nornaheslivatn mjög góður kostur þar sem það styrkir húðina og þéttir svitaholurnar.
Leiðbeiningar:
Blandið einni til tveimur teskeiðum af leirnum með vatni eða blómavatni þar til komið er mjúkt krem. Berið á hreint andlitið og jafnvel niður á hálsinn. Forðist að setja í kringum augun eða á varirnar. Látið maskann bíða á húðinni í um það bil 10 - 15 mínútur, eða þar til hann hefur þornað og hreinsið þá vel með vatni. Maskann má nota einu sinni til tvisvar í viku.
Leirinn má einnig setja út í baðið eða nota sem þurrsjampó.
Innihald: Illite leir
Umbúðir: Pappírspoki.
Upprunaland: Bretland
Deila vöru
