Mistur
Feng Shui órói - Flower of life
Feng Shui órói - Flower of life
Því miður ekki til á lager
Fallegur órói með blómi lífsins (flower of life). Ef þú hengir hann nálægt glugga getur sólin kallað fram töfrandi liti um allt herbergið.
Blóm lífsins:
Blóm lífsins (flower of life) er eitt öflugasta tákn náttúrunnar í helgri rúmfræði eða sacred geometry. Blóm lífsins er forn myndlíking fyrir tengingu alls lífs í alheiminum. Í mörgum menningarheimum er þetta vel þekkt tákn.
Feng Shui:
Feng Shui (borið fram: fang shwee) er meira en 3.000 ára gömul heimspeki sem kennir hvernig umhverfisþættir hafa áhrif á líðan okkar og hvernig hægt er að breyta neikvæðum áhrifum í jákvæða. Markmið Feng Shui er að stilla búsetu- eða vinnuumhverfi okkar þannig að samfellt flæði Chi (lífsorku) sé örvað. Í kínverskri heimspeki snýst allt um sátt og jafnvægi milli yin og yang, eins og karlkyns og kvenkyns o.s.frv.
Efni: Brass og glerperlur.
Lengd: 20 cm
Þyngd: ca 79g.
Umbúðir: Blá gjafaaskja úr pappa.
Upprunaland: Indland.
Deila
