Undrajurtir
Efla, tinktúra úr íslenskum fjallagrösum, 50 ml - Undrajurtir
Efla, tinktúra úr íslenskum fjallagrösum, 50 ml - Undrajurtir
Því miður ekki til á lager
Melting - endurheimt - öndun
Fjallagrös hafa lengi verið notuð í lækningartilgangi og í matagerð á Íslandi. Þau geta stutt við meltingu með því að græða sár og bæta framleiðslu á magasýrum og ensímum. Þau hafa verið notuð til að styrkja öndunarfærin, mýkja og róa ertingu í öndunarvegi og til að losa slím í lungum. Það mætti líkja þeim við lækningasveppi, en þau hafa verið notuð til þess að styrkja líkamskerfin á ýmsan hátt. Til að mynda eru fjallagrös afar græðandi bæði innvortis og útvortis, en þau græða slímhúð í lungum, meltingarvegi og þvagfærum. Fjallagrös innihalda mikið magn af steinefnum og fjölsykrum, sem aðstoða við að flytja vökva inn og út úr frumum. Fjallagrös innihalda fjölda virkra efna sem hafa heilandi áhrif á líkamann. Þau eru fjölvirk og geta verið góð ábót inn í daginn, hvort sem við erum að jafna okkur eftir langvarandi veikindi, eða viljum bara halda góðri heilsu.
Innihaldslýsing:
Vatn, alkóhól, fjallagrös (Cetraria islandica).
Notkun: Takið 20-40 dropa tvisvar til þrisvar sinnum á dag út í vatn eða annan vökva, eða eftir þörfum.
Ef þú ert barnshafandi, með barn á brjósti eða á lyfjum, endilega hafðu samband við lækni eða grasalækni fyrir notkun.
Ekki æskilegt fyrir börn
ATH: varan inniheldur áfengi
Geymist á dimmum og svölum stað, þar sem börn ná ekki til.
Umbúðir: Glerflaska með pípettu.
Framleitt af Ingeborg Andersen grasalækni/Undrajurtir
Deila vöru
