Borax staðgengill, 750 gr. EcoLiving
Borax staðgengill, 750 gr. EcoLiving
Þessi náttúrulegi, umhverfisvæni borax staðgengill er margnota hreinsiefni, blettahreinsir og vatnsmýkingarefni og er einnig þekkt sem Sodium sesquicarbonate - samsett úr þvottasóda og natríumbíkarbónati. Borax staðgengill hefur svipað pH og borax, sem gerir hann tilvalinn til að þrífa og þvo. Það sameinar slípikraft matarsóda með fituleysandi áhrifum þvottasódans.
Borax staðgengill (eða Sodium Sesquicarbonate) er frábær alhliða hreinsilausn til að þrífa ýmsa hluti og yfirborðsfleti á heimilinu, gólf, baðherbergi og ruslafötur. Það fjarlægir á áhrifaríkan hátt bletti af fötum, mýkir vatn og er gott að nota með þvottaefni í þvottavélina til að drýgja og auka virknina í þvottaefninu. Borax staðgengil má einnig nota til að búa til baðbombur og baðsölt.
Framleitt í Bretlandi.
750 gr.
Plastlausar og endurlokanlegar umbúðir úr kraftpappír með filmu að innan úr plöntumiðuðu efni. Jarðgerist í heimamoltu.
Varúð: Geymið þar sem börn ná ekki til. Notið hanska ef húðin á höndunum er viðkvæm. Gangið ávallt úr skugga um að vefnaður sé þvottekta áður en hann er meðhöndlaður með Borax staðgengli. Notist ekki á álfleti eða viðarfleti sem innihalda tannín. Notist ekki á silki og ull.
Notkun:
Til að hreinsa yfirborðsfleti, fjölhreinsir. Leysið upp tvær matskeiðar af borax staðgengli í lítra af heitu vatni. Lausninni má svo spreyja beint á fleti eða vinda upp tusku úr lausninni. Einnig má strá Borax staðgenglinum á flötinn og þurrka af með hreinum rökum klút. Notist ekki á yfirborð úr áli.
Í þvottavélina. Setjið tvær matskeiðar í þvottaefnishólfið til að mýkja vatnið og auka á virkni þvottaefnisins.
Leggja þvott í bleyti. Setjið u.þ.b. 200 g af borax staðgengli í fötu af heitu vatni. Setjið fatnaðinn þar í og leyfið að liggja í bleyti um stund áður en fötin eru sett í þvottavélina og þvegin eins og venjulega. Fyrir erfiða bletti, gerið mauk úr borax staðgengli og vatni og setjið beint í blettinn. Leyfið að þessu að vinna um stund og þvoið svo eins og venjulega.
Til að hreinsa klósettið. Til að losna við vonda lykt og hreinsa klósettið þá er 300 g af Borax staðgengli dreift vel um klósettskálina og látið standa yfir nótt og svo sturtað niður til að skola.
Teppahreinsun. Stráið handfylli af Borax staðgengli á gólfeppi eða mottu, láta það bíða í um 1 klukkustund og ryksugið svo. Teppið verður hreint og lyktar betur.
Hreinsun á ruslafötum. Stráið handfylli af Borax staðgengli í smá vatn og notið lausnina svo til að þvo, sótthreinsa og taka burt vonda lykt úr ruslafötunni.