Blautþurrkusett. Terra Gaia
Blautþurrkusett. Terra Gaia
Allt í einum pakka til að gera þínar eigin margnota blautþurrkur sem eru lausar við rotvarnarefni, tilbúin ilmefni og litarefni.
Margnota blautþurrkur sem hægt er að þvo aftur og aftur. Leggið í bleyti fyrir þvott ef þörf er á og þvoið svo með venjulegum þvotti.
Blautþurrkurnar eru frábærar til að nota við bleyjuskiptin, á litlar hendur og munna, til að fjarlægja farða eða fyrir aðra persónulega umhirðu og mjög sniðugt að taka með í ferðalögin. Möguleikarnir eru endalausir.
Í pakkanum eru:
15 x blautþurrku kubbar
12 x lífrænir bómullarklútar 20 x 15 cm
1 x vatnshelt málmbox með loki.
Notkun:
Setjið einn kubb í boxið og hellið sjóðandi vatni yfir svo að kubburinn leysist upp. Setjið svo klútana í lausnina og látið þá liggja í nokkrar sekúndur, snúið þeim svo við og látið liggja aftur í svo að klútarnir dragi vel í sig vökvann. Svo þarf að vinda klútana vel og hella umfram vökvanum af. Klútarnir geymast vel í loftþéttu boxinu.
Blautklútana má þvo við 60°C og ekki er mælt með að nota mýkingarefni.
Innihald:
Grænmetis glýserín, shea smjör, sodium palmate, súkrósi , sodium cocoate, decyl glucoside, Lavandula hybrida ilmkjarnaolía.
Framleiðandi: Terra Gaia Tékklandi.
Umbúðir: Pappaspjald.
Vottun:
TERRA GAIA blautkubbarnir eru með Ecogarantie vottun. Ecogarantie er eitt af ströngustu vistfræðilegu vottorðunum á evrópskum markaði. Það gefur til kynna að þú getir treyst fullkomlega vörum sem eru merktar með þessu vottorði.
TERRA GAIA bómullarklútarnir eru með GOTS vottun en GOTS stendur fyrir Global Organic Textile Standard og síðan vottunin var kynnt árið 2006 hefur það verið leiðandi textílvinnslustaðall á heimsvísu fyrir framleiðslu á lífrænum þráðum. Þessi alhliða staðall nær yfir allt framleiðsluferlið allt frá hinni sjálfbæru, siðferðislega ábyrgu uppskeru á lífrænt ræktuðum plöntum til umhverfisvænnar og samfélagslega ábyrgrar framleiðslu og merkingar á vörunum.