Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 2

ENSC

Baðolía í föstu formi

Baðolía í föstu formi

Verð 1.590 kr
Verð Söluverð 1.590 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Dásamleg baðolía í föstu formi sem er hvorttveggja í senn, róandi fyrir líkama og sál. Þú einfaldlega setur eitt stykki í baðkarið þar sem það mun leysast upp og þú nýtur góðs af.

Sem rakagjafi er hvert lítið hjartalagað stykki stútfullt af sérlega mildum ilmkjarnaolíum og mýkjandi kakósmjöri sem veitir húðinni þinni góðan raka. Um leið og þú leyfir þér að slaka á öllum vöðvum í nærandi ilmkjarnaolíubaðinu andarðu að þér ljúffengum ilminum af rós geranium og sætri appelsínu, fullkominni blöndu af blómailmi og ferskum sítrus.

Baðolían er hönnuð til að bráðna þegar hún kemst í heitt vatn. Ef mjög heitt er í herberginu gæti hún jafnvel átt það til að bráðna og því gæti verið ráðlagt að geyma hana í kæli. 

Pakkinn inniheldur 4 stk. af 10 gr. baðolíuhjarta

  • Sjálfbært hráefni
  • Inniheldur aðeins náttúruleg litarefni. Án rotvarnarefna og ilmolía.100% náttúrulegt
  • Handunninn í Skotlandi 
  • 100% náttúrulegt
  • Ekki prófað á dýrum

Innihald:

Sæt appelsínu ilmkjarnaolía (citrus sinensis) - hefur bæði bólgueyðandi og sótthreinsandi eiginleika sem hjálpa til við að vernda og viðhalda húðinni.

Kakósmjör: Veitir djúpa rakagefandi næringu um leið og hún veitir vörn gegn umhverfisáhrifum og UV skemmdum.

Rós geranium (Pelargoinium graveolens) hjálpar til við að koma jafnvægi á náttúrulega olíuframleiðslu húðarinnar. Dregur úr myndun svitahola og daufu litarhafti ásamt því að stuðla að hraðari gróanda öra og lýta, róar og endurnýjar yfirbragð.

Rósa ilmkjarnaolía (Rosa centifolia) hjálpar til við að veita húðinni raka, hreinsa unglingabólur, draga úr öldrunnareinkennum, örvamyndun og getur auk þess hjálpað til við exem og rósroða. Jafnframt er hún sögð draga úr streitu, örva blóðrásina og veita gleði.

Sjá allar upplýsingar