-
0%
Ingling
Ashwagandha KSM-66, 90 hylki - Ingling
Ashwagandha KSM-66, 90 hylki - Ingling
Því miður ekki til á lager
Streita - Svefn - Jafnvægi - Andleg heilsa
Ashwagandha (Withania somnifera)er ayurvedísk jurt sem róar vata og kapha en eykur pitta. Jurtin er taugastyrkjandi og hefur einnig góð áhrif á þunglyndi og stress. Hún jafnar líkamsstarfsemi og hefur mikla andoxunareiginleika. Jurtin hefur adaptogen virkni sem þýðir að hún eykur orku ef líkaminn er þreyttur án þess að yfirkeyra líkamann (eins og gerist ef við leitum í örvandi efni ss. sykur), og róar ef líkaminn er uppspenntur. Ashwagandha er oft kölluð indverskt ginseng.
KSM-66 er eitt af sterkustu afbrigðum Ashwagandha, með að minnsta kosti 5% hlutfall af Withanolides sem er eitt helsta lífvirka efnasambandið í Ashwagandha rótinni.
Fyrir þá sem hafa áhuga á vísindum bakvið KSM-66 Ashwagandha, þá hafa fjölbreyttar rannsóknir skoðað mögulegan ávinning þess. Hægt er að kynna sér þessar niðurstöður á [https://ksm66ashwagandhaa.com/clinical-studies/].
Eitt hylki inniheldur:
KSM-66 Ashwagandha 450mg, mjólk.
Hylkið er úr jurtabeðmi.
Notkun:
Takið eitt hylki á dag.
Þessi vara er ekki ætluð til að meðhöndla, lækna eða fyrirbyggja neina sjúkdóma.
Varúð: Ashwagandha getur aukið á virkni skjaldkirtils hormóna og er því ekki æskilegt fyrir fólk með ofvirkan skjaldkirtil.
Umbúðir: Áldós og pappahólkur.
Framleitt af Ingling, Íslandi.