Ashwagandha hylki 100 stk
Ashwagandha hylki 100 stk
Ashwagandha (Withania somnifera).
Ashwagandha er ayurvedísk jurt sem róar vata og kapha en eykur pitta. Jurtin er taugastyrkjandi og hefur einnig góð áhrif á þunglyndi og stress. Jafnar líkamsstarfsemi og hefur mikla andoxunar eiginleika. Jurtin hefur adaptogen virkni sem þýðir að hún eykur orku ef líkaminn er þreyttur án þess að yfirkeyra líkamann (eins og gerist ef við leitum í örvandi efni ss. sykur), og róar ef líkaminn er oftjúnaður. Er oft kölluð indverskt ginseng.
Virk efni: M.a. alkaloíðar, stera-laktónar, sápungar og steinefni (svo sem járn).
Notkun: 3 hylki tvisvar til þrisvar á dag með mat og/eða drykk. Neytið ekki á tóman maga. Hættið notkun ef vart verður óeðlilegra einkenna.
Varúð: Ashwagandha getur aukið á virkni skjaldkirtilshormóna og er því ekki æskilegt fyrir fólk með ofvirkan skjaldkirtil.
Athugið að Ashwagndha getur aukið hita í líkamanum (eykur Pitta).
Umbúðir: Glerkrukka og plastlok.
Framleitt af Jurtaapótekinu.