Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

Amphora Aromatics

Arnikuolía 100 ml. Amphora Aromatics

Arnikuolía 100 ml. Amphora Aromatics

Verð 3.180 kr
Verð Söluverð 3.180 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Arniku olía

Inniheldur: Prunus amygdalus dulcis olíu (sæt möndluolía) og Arnica montana blóma extract.

Þessi olía er unnin með svokallaðri infusion aðferð en þá eru brumin og blómin látin liggja í grunnolíu (í þessu tilfelli möndluolíu) í ákveðið langan tíma meðan grunnolían mettast af krafti og eiginleikum jurtarinnar.

Arnika er náttúrulega róandi fyrir húð og vöðva. Hún getur róað og dregið úr kláða og roða í viðkvæmri húð, getur dregið úr vöðvaverkjum og er þannig góð til að nota eftir áreynslu og/eða meiðsli. Hún getur minnkað bólgur og hjálpað til við að græða sár. Arniku olía hefur lengi verið notuð við allskonar meiðslum s.s. tognun og mari. Vinsæl olía hjá íþróttafólki.

Arniku olíu má nota eina sér eða blanda henni með öðrum grunnolíum og ilmkjarnaolíum til að ná fram sérstakri virkni. Arniku olía og birki olía eru t.d. góð blanda til að nota eftir líkamsræktina til að draga úr líkum á vöðvaþreytu eftir æfingar.  Eins má nota bólgueyðandi Ilmkjarnaolíur s.s. Eucalyptus, Lavender og Rósmarín út í Arniku olíu til að nudda auma vöðva, eða með kamfóru til að lina gigtarverki.

Arnika kemur upprunalega frá fjallasvæðum í Evrópu og er löng hefð fyrir að nota hana til að draga upp mar sem liggur djúpt í vefjum og vöðvum.

Varúð:

Arniku olía er eingöngu ætluð til útvortis notkunar og ætti ekki að nota á opin sár.  Geymist þar sem börn ná ekki til. Geymist fjarri sólarljósi.

Pakkað í Bretlandi í glerflösku með áskrúfuðum plasttappa. 

Sjá allar upplýsingar