Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

Amphora Aromatics

Aprikósukjarna olía 100 ml

Aprikósukjarna olía 100 ml

Verð 2.970 kr
Verð Söluverð 2.970 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Aprikósu kjarna olía.

Inniheldur: Prunus armeniaca(Apricot kernel oil). Kaldpressuð hrein olía.

Aprikósukjarna olía er érstaklega góð fyrir þroskaða, þurra og viðkvæma húð. Hún inniheldur andoxunar efni, steinefni og A, B1, B2, B6, B17 og E vítamín. Þetta er mjög góð olía til að nota ef húðin er viðkvæm, rauð eða þegar bólga er í húðinni.

Nærandi og rakagefandi nuddolía sem er rík af nauðsynlegum fitusýrum, oleic og linoleic acid, og er þekkt fyrir að smjúga vel inn í húðina og næra hana án þess að skilja eftir fituga áferð. Ein besta olían til að nota á húð í geislameðferð.

Aprikósukjarna olíu er hægt að nota eina sér sem húðolíu og nuddolíu eða blanda með öðrum grunnolíum og ilmkjarnaolíum. Mjög góð til að gefa raka í húð, og má nota í hármaska. Vegna þess hve olían er létt og smýgur vel inn í húðina er tilvalið að nota hana  í andlitsnudd til að gefa góða næringu.Hún hentar líka vel til að hreinsa húðina.

Aprikósukjarna olía blandast vel með öðrum grunnolíum t.d Avocado olíu og ilmkjarnaolíum sem henta vel í húðumhirðu s.s. Frankincense, Lavender, Geranium, Sandalvið og Rós.

Uppruni Aprikósu trésins er ekki á hreinu en er talinn vera í Armeníu, Kína og Indlandi.  Aprikósuræktun er núna víða um lönd þar sem veðurfar er heppilegt.

Varúð:

Geymist þar sem börn ná ekki til. Geymist fjarri sólarljósi. Eingöngu ætluð til útvortis notkunar.

Uppruni: Tyrkland

Pakkað í Bretlandi í glerflösku með áskrúfuðum plasttappa. 


 

Sjá allar upplýsingar