Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

Amphora Aromatics

Aprikósukjarna olía 100 ml. Lífræn Amphora Aromatics

Aprikósukjarna olía 100 ml. Lífræn Amphora Aromatics

Verð 3.030 kr
Verð Söluverð 3.030 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Aprikósu kjarna olía.

Inniheldur: Prunus armeniaca(Apricot kernel oil). Kaldpressuð hrein olía.

Aprikósukjarna olía er érstaklega góð fyrir þroskaða, þurra og viðkvæma húð. Hún inniheldur andoxunar efni, steinefni og A, B1, B2, B6, B17 og E vítamín. Þetta er mjög góð olía til að nota ef húðin er viðkvæm, rauð eða þegar bólga er í húðinni.

Nærandi og rakagefandi nuddolía sem er rík af nauðsynlegum fitusýrum, oleic og linoleic acid, og er þekkt fyrir að smjúga vel inn í húðina og næra hana án þess að skilja eftir fituga áferð. Ein besta olían til að nota á húð í geislameðferð.

Aprikósukjarna olíu er hægt að nota eina sér sem húðolíu og nuddolíu eða blanda með öðrum grunnolíum og ilmkjarnaolíum. Mjög góð til að gefa raka í húð, og má nota í hármaska. Vegna þess hve olían er létt og smýgur vel inn í húðina er tilvalið að nota hana  í andlitsnudd til að gefa góða næringu.Hún hentar líka vel til að hreinsa húðina.

Aprikósukjarna olía blandast vel með öðrum grunnolíum t.d Avocado olíu og ilmkjarnaolíum sem henta vel í húðumhirðu s.s. Frankincense, Lavender, Geranium, Sandalvið og Rós.

Uppruni Aprikósu trésins er ekki á hreinu en er talinn vera í Armeníu, Kína og Indlandi.  Aprikósuræktun er núna víða um lönd þar sem veðurfar er heppilegt.

Varúð:

Geymist þar sem börn ná ekki til. Geymist fjarri sólarljósi. Eingöngu ætluð til útvortis notkunar.

Uppruni: Tyrkland

Pakkað í Bretlandi í glerflösku með áskrúfuðum plasttappa. 


 

Sjá allar upplýsingar