Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

Amphora Aromatics

Andlitsserum með Frankincense, rós & bakuchiol 25 ml. Amphora Aromatics

Andlitsserum með Frankincense, rós & bakuchiol 25 ml. Amphora Aromatics

Verð 3.940 kr
Verð Söluverð 3.940 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Andlitsserum með Frankincense, rós & bakuchiol.

100% náttúrulegt rakagefandi og styrkjandi andlitsserum sem dregur úr einkennum öldrunar í húð. Inniheldur ojoba olíu, Ólífu squalene, Frankincense, Rós og Bakuchiol en ólífu Squalane eykur raka og verndar gegn rakatapi og Bakuchiol er 100% náttúrulegur valkostur við Retinól (A-vítamín). Getur stuðlað að þéttari og bjartari húð.
Hentar öllum húðtegundum.
Vegan.

Notkun:

Berist á hreina húð kvölds og/eða morgna. Má nota eitt sér eða með öðru rakakremi.

Innihald:

Jójóba olía(Simmondsia chinensis), Fituefni úr ólífum(Squalane), Náttúrulegt A-vítamín (Bakuchiol), rós-geranium ilmkjarnaolía(Pelargonium graveolens ), E-vítamín (Tocopherol), sólblómaolía (Helianthus annuus), Frankincense jurtaextrakt (Boswellia carterii), Rósa blómaextrakt (Rosa damascena).

Hvað gera innihaldsefnin fyrir þig?

 Jojoba olía: Einn besti eiginleiki Jojoba olíu er hvað hún líkist okkar náttúrulegu húðfitu. Hún gengur vel inn í húðina, nærir og gefur raka og verndar húðina gegn þurrk. Hún er mild og róandi og hentar öllum húðtegundum.
Ólífu squalene: Lyktar- og litlaust fituefni úr ólífuolíu sem rétt eins og okkar húðfita getur verndað gegn raka tapi og stuðlað að góðu rakajafnvægi í húðinni. Hjálpar til við að halda heilbrigði húðarinnar og koma jafnvægi á fituframleiðsluna. Squalene getur einnig hjálpað til við að hægja á öldrun í húð.
Bakuchiol: 100% náttúrulegur valkostur við Retinól (A-vítamín), unnið úr jurtum og hentar mjög viðkvæmri húð og þeim sem þola illa Retinól. Bakuchiol getur dregið úr öldrunaráhrifum á húð og viðheldur góðu rakastigi í húðinni. Gefur mýkt og bætir áferð húðarinnar.
Frankincense jurtaextrakt: Endurnærandi og styrkjandi, getur dregið úr myndun fínna lína og jafnað húðtóninn. Mjög gott fyrir þurra og þroskaða húð.
Rós jurtaextrakt: Gefur húðinni næringu og raka, getur sefað bólgur og roða í húð. Getur dregið úr háræðasliti, er mjög gott fyrir viðkvæma og þroskaða húð.
Geranium ilmkjarnaolía: Getur hjálpað til við að koma jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar og dregið úr háræðasliti. Hentar bæði blandaðri og þurri og þroskaðri húð.

Framleitt og pakkað í Bretlandi í glerflösku með pípettu.


 

Sjá allar upplýsingar