Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

Lovett Sundries

Andlits olía Lovett Sundries

Andlits olía Lovett Sundries

Verð 7.375 kr
Verð Söluverð 7.375 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Lyktarlaus andlitsolía fyrir allar húðgerðir.

Nýja náttúrulega andlitsolían frá Lovett Sundries er stútfull af allskonar næringarríkum olíum. Til að mynda rakagefandi apríkósuolíu sem hjálpar húðinni við að ljóma og halda henni mjúkri. Jójóba olían viðheldur svo rakanum í húðinni, verndar hana og er jafnframt bólgueyðandi. Sólblómaolían getur hjálpað til við að draga úr roða, fínum línum og hrukkum. Endurnýjandi rósaolían getur svo aukið kollagenframleiðslu húðarinnar og hjálpað til í baráttunni við unglingabólur vegna bólgu- og örverueyðandi eiginleika sinna.
Þessi andlitsolía er nauðsynleg fyrir alla þá sem áhuga hafa á fallegri húð og hentar öllum húðgerðum.

Notkun: 

Notaðu dropateljarann til að dreifa 2-4 dropum beint á nýhreinsað andlitið. Notaðu síðan fingurgómana til að dreifa olíunni létt yfir húðina til að kalla fram ferskt útlit. Varastu að láta endan á dropateljaranum snerta húðina, en það gæti mengað hreina vöruna.

Innihald: Jójóbaolía, apríkósukjarna olía, sólblómaolía, rósaolía

Magn: 59 ml.
Umbúðir: Glerflaska með dropateljara
Framleitt í Bandaríkjunum.

Sjá allar upplýsingar