Andlitsolía - Asta Glow, 30 ml - La Brújería
Andlitsolía - Asta Glow, 30 ml - La Brújería
Nærandi og hreinsandi andlitsolía sem hentar öllum húðtegundum.
Olían inniheldur morgunfrú, vallhumal og gulmöðru sem hafa m.a. sveppa- og bakteríudrepandi virkni, eru bólgueyðandi og hafa róandi áhrif á húðina.
Einnig inniheldur olían astaxanthin þörunga sem eru ræktaðir á Íslandi. Þörungarnir eru mjög ríkir af andoxunarefnum og vinna t.d. gegn myndun á hrukkum og fínum línum sem og skemmdum af völdum sólar en einnig gefa þeir húðinni fallegan lit.
Innihald: Þrúgukjarnaolía (Vitis vinifera seed oil), jójóba olía (Simmondsia chinensis oil), rósaberjaolía (rosa canina oil), morgunfrúarolía (calendula oil), vallhumalsolía (Achillea millefolium oil), extrakt úr gulmöðru (galium verum extract), E-vítamín (tocopherol), alkóhól, Ylang ylang ilmkjarnaolía (Cananga odorata), sedrusviðar ilmkjarnaolía (Cedrus juniperus mexicana wood oil), frankincense ilmkjarnaolía (Boswellia carterii), Astaxanthin, benzyl alcohol, benzyl benzonate, benzyl salicylate, eugenol, farnesol, geraniol*, isoeugenol*, linalool*.
*náttúruleg efnasambönd úr ilmkjarnaolíum.
Umbúðir: Glerflaska og pípetta.
Framleiðandi: La Brújería.