Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

Brush with Bamboo

Agave og vetiver líkamsskrúbbur

Agave og vetiver líkamsskrúbbur

Verð 1.990 kr
Verð Söluverð 1.990 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Ayurveda fræðin hafa löngum dásamað kosti vetiver plöntunnar fyrir öfluga, græðandi og endurnýjandi eiginleika hennar fyrir húðina. Vetiver plantan býr yfir örverueyðandi, bólgueyðandi og sveppadrepandi eiginleikum. Ferskur vetiver ilmurinn í skrúbbnum lífgar bæði upp á líkama og sál.

Ytra byrði skrúbbsins er úr 100% sisal náttúruþræði (agave rigida) og hann er fylltur með 100% vetiver rót (Vetiveria zizoroides)

Nauðsynlegt er að leggja skrúbbinn í bleyti með heitu vatni fyrir notkun til að mýkja bæði innra og ytra efni. Ef skrúbburinn er notaður án þess að mýkja hann fyrst getur hann verið of grófur fyrir húðina. Vatnið sem skrúbburinn var lagður í fyllist af vetiver ilmi og gott gæti verið að setja það saman við baðvatnið til að nýta enn betur.

Nuddið húðina með mjúkum hringlaga hreyfingum og notið sápu ef vill. Kreistið vatn úr skrúbbnum eftir notkun og hengið upp til þerris.

Þar sem vetiveria rótin er auðug af sveppadrepandi eiginleikum á skrúbburinn ekki að mygla. Þú getur valið að hætta að nota skrúbbinn þegar vetiveria ilmurinn fjarar út með tímanum….eða notað hann lengur.

Skrúbburinn er 100% jarðgeranlegur.

Framleitt á Indlandi

Sjá allar upplýsingar