Pottjárnshreinsir frá Lovett Sundries

Eitt það umhverfisvænasta sem hægt er að gera er að hugsa vel um þá hluti sem við eigum nú þegar. Með því móti duga þeir lengur sem er svo frábært með tilliti til umhverfisins, buddunar og fleiri þátta.

Pottjárnshreinsirinn frá Lovett Sundries er hugsaður til þess að lengja líftíma áhalda úr pottjárni og innihaldsefni hans eru; Sjávarsalt, kókosolía, hörfræolía og laxerolía. 

Til að sannreyna ágæti pottjárnshreinsisins kíktum við í Góða hirðinn og fundum þar pönnu úr pottjárni sem séð hafði sinn fífil feguri og gat alveg þegið smá ást og umhyggju. Þessi fékk að koma með heim og síðan tókum við til við að lesa leiðbeiningar og fara nákvæmlega eftir þeim, sem gaman er að taka sérstaklega fram þar sem það gerist ekkert of oft.

Við tókum nokkrar myndir með í ferlinu og látum þær um að segja söguna með örlitlum skýringartexta. 

Þreytt og lúin pottjárnspanna nýkomin heim úr Góða hirðinum, vel nothæf en gæti samt alveg þegið smá dúll.

Skv. leiðbeiningum á að setja ca eina matskeið af hreinsinum á pönnuna.

 ..og skrúbba vel allt yfirborðið. Í þessu tilfelli var notuð lúffa sem við hreinlega elskum í staðin fyrir svamp, en það er önnur saga. (höfum m.a.s. sett lúffu í þvottavél, líka önnur saga)

 Því næst var að skola hreinsinn af með heitu vatni og ekki nota sápu.

..og þerra lítillega, ath. ekki þurrka fullkomlega því við erum ekki búinn...

Þegar búið er að þerra mesta umfram rakann á nefnilega að setja pönnuna/pottinn eða hvað þú ert að hreinsa á heita eldavélahellu og hita vel eða þangað til það fer að rjúka úr pönnunni. Þá tekur þú áhaldið af hellunni og lætur kólna. 
Því miður sést reykurinn sem steig upp af pönnunni ekki nógu vel....eiginlega bara ekki neitt, en hann kom samt. 
...og svona leit svo pannan út eftir Lovett Sundries meðhöndlunina.
Töluverður munur á fyrstu og síðustu mynd og mælt er með að þrífa pottjárn með þessum hætti til að vernda og lengja líftíma.
Pottar, pönnur og önnur áhöld úr pottjárni gætu jafnvel orðið erfðagóss ef vel er hugsað um þá.
Til baka í fréttir