Undrajurtir
Virkja, tinktúra úr íslenskri burnirót, 50 ml - Undrajurtir
Virkja, tinktúra úr íslenskri burnirót, 50 ml - Undrajurtir
Því miður ekki til á lager
Einbeiting - seigla - orka - minni
Burnirót er einstök lækningajurt sem hefur í aldaraðir verið þekkt fyrir styrkjandi eiginleika sína. Hún hefur verið notuð til að koma jafnvægi á taugakerfið, bæta líkamlega orku og þrautseigju. Hún hefur líka verið vinsæl meðal þeirra sem glíma við athyglisbrest eða ofvirkni, depurð, þunglyndi og kvíða. Íþróttafólk hefur einnig notið góðs af þessari kröftugu jurt, en hún hefur verið notuð til að bæta úthald, kynhvöt og skjaldkirtils virkni. Burnirótin er í flokki jurta sem nefnast “adaptogen”, sem eru jurtir sem aðstoða líkamann við að aðlagast eða verjast streituvöldum hvort sem þeir eru huglægir eða líkamlegir. Auk þess inniheldur burnirót mikið magn andoxunarefna sem eru þekkt fyrir styrkjandi áhrif sín á ónæmiskerfið, hjarta og lifur. Burnirót hefur verndandi áhrif á heilafrumur og taugaboðefni og hefur verið notuð í því skyni að bæta minni, einbeitingu og framleiðslu gleðihormóna. Fyrir suma getur jurtin verið örvandi og því ekki æskilegt að taka hana inn á kvöldin, en fyrir aðra er hún róandi og getur stutt við svefn.
Á latínu heitir hún því fagra nafni Rhodiola rosea og er hún í rósaætt. Hún vex meðal annars á fjöllum á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Hún er hægvaxandi og er því mikilægt að varfærni sé gætt við söfnun hennar. Burnirótin hjá Undra er ekki villt heldur ræktuð á Íslandi.
Innihaldslýsing:
Vatn, alkóhól, Burnirót (Rhodiola rosea)
Notkun: Takið 20-40 dropa tvisvar til þrisvar sinnum á dag út í vatn eða annan vökva, eða eftir þörfum.
Ef þú ert barnshafandi, með barn á brjósti eða á lyfjum, endilega hafðu samband við lækni eða grasalækni fyrir notkun.
Ekki æskilegt fyrir börn
ATH: varan inniheldur áfengi
Geymist á dimmum og svölum stað, þar sem börn ná ekki til.
Umbúðir: Glerflaska með pípettu.
Framleitt af Ingeborg Andersen grasalækni/Undrajurtir
Deila vöru
