Mistur
Trizomal Glutathione 236 ml
Trizomal Glutathione 236 ml
Því miður ekki til á lager
Trizomal Glutathione|NAC+Liposomal Glutathione
Trizomal™ Glutathione er byltingarkennd formúla þar sem blandað er saman tveimur mismunandi tegundum af liposomal glutathione með N-acetyl-L-cysteine (NAC).
Glútaþíon er nauðsynlegt líffræðilegt andoxunarefni og afeitrunarefnasamband sem er mikilvægt fyrir heilsuna og er virkt í öllum frumum og vefjum.
Glútaþíon virkar sem „meistara andoxunarefnið“ til að vinna gegn oxunarálagi og frumuskemmdum um allan líkamann. Glútaþíon gegnir sérstaklega mikilvægu hlutverki í lifrar heilbrigði og afeitrun og í heilsu lungna og öndunarfæra.
Skortur á glútaþíoni getur stafað af öldrun, ófullnægjandi neyslu á amínósýrunni cysteini sem inniheldur brennistein í mataræði, eða vegna útsetningar fyrir skaðlegum efnum eins og sveppaeiturefnum (e. mycotoxins), lyfjum, áfengi og umhverfismengun.
Lágt glútaþíón magn er talið geta aukið hættuna á frumuskemmdum vegna sindurefna sem tengjast fjölmörgum heilsufarskvillum tengdum oxunarálagi og bólgu.
Rannsóknir sýna að hægt er að hækka magn glutathione-s með bætiefnum eins og þessu. Erfitt er að ná því með glutathione sem er ekki liposomal því það brotnar hratt niður af magasýru, sem skerðir getu þess til að hækka glutathione magn í líkamanum.
Liposomal glutathione er mjög stöðugt form glutathione-s sem þolir niðurbrot í maga með því að vera umlukið í feitu „lípósómi“ - hlífðarhjúp sem er búið til með fosfatidýlkólíni sem er unnið úr óerfðabreyttu sólblómalesitíni.
Liposome tækni veitir vernd gegn oxun og niðurbroti, gerir frásog í þörmum skilvirkara og eykur flutning glútaþíons til frumna og vefja. Nýleg rannsókn benti til þess að hámarks hækkun á glútaþíon magni hafi náðst innan tveggja vikna eftir lípósómal glútaþíon uppbót hjá heilbrigðum fullorðnum sem tóku annað hvort 500 mg eða 1000 mg á dag.
Algengt er að þessi blanda sé notuð þegar verið er að ná endurheimt eftir umhverfisveikindi. Einnig er blandan mjög vinsæl erlendis sem "anti-aging" bætiefni.
Varan er glútenlaus og mjólkurlaus (prófað fyrir því)
47 skammtar eru í flöskunni ef tekinn er fullur skammtur.
Notkun:
1 tsk (5 ml) einu sinni til tvisvar á dag. Hristist vel fyrir notkun og geymist í kæli eftir opnun.
Sjúklingar á lyfjum, sérstaklega þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.
Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður neysluskammtur segir til um.
Fæðubótarefna skal ekki neyta í stað fjölbreyttrar fæðu.
Geyma skal vöruna þar sem börn ná og sjá ekki til
Innihald í dagsskammti:
Kaloríur 10
Kolvetni 2 g
N-Acetyl L-Cysteine 125 mg
Phosphatidylcholine (úr sólblóma lesitíni) 75 mg
Proprietary Glutathione Blend: 175 mg**
L-Glutathione (reduced), S-Acetyl L-Glutathione
Önnur innihaldsefni:
Síað vatn, glýserín, sólblóma lesitín, náttúruleg bragðefni, potassium sorbate (rotvarnarefni), luo han guo ávaxta extrakt.
Umbúðir: Glerflaska með plasttappa í pappaöskju. Sprauta fylgir með til að mæla skammtastærð.
Deila
