Saga Immune 60 hylki
Saga Immune 60 hylki
Saga Immune er sér samsett vítamínblanda til þess að styðja við ónæmiskerfið líkamans.
Blandan inniheldur plöntuefni úr ætihvönn, beta glúkan, C- vitamin, D-vítamín, sink og selen. Þessi efni eru talin styðja við eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins og þar með styrkja varnir líkamans gegn veiru- og bakteríusýkingum.
Plöntuefni úr ætihvönn hafa verið rannsökuð í 20 ár og hafa sýnt virkni gegn m.a. RSV vírus og ýmsum kvefbakteríum. Beta glúkan getur dregið úr sýkingum í efri öndunarfærum sem gjarnan eru af völdum vírusa. C-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfis og taugakerfis og getur dregið úr þreytu.
Rannsóknir hafa bent til að D-vítamín hafi töluverð jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu, Selen stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og skjaldkirtilsins. Sink stuðlar að eðlilegum efnaskiptum.
Innihald: 1,3/1,6 beta glúkan úr geri (Saccharomyces cerevisiae), askorbín sýra (C-vítamín), hrísgrjónamjöl, kólekalsíferól (D3-vítamín), hvannarfræja extract (Angelica archangelica), sink oxíð, L-selenómeþíónín (selen). Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 2 hylki á dag.
Notkun: Takið 2 hylki á dag með mat.
Athugið: Notist ekki samhliða ljósameðferð eða miklum sólböðum. Getur aukið ljósnæmi húðarinnar. Geymist þar sem börn ná ekki til.
Hvönnin sem notuð er í blönduna kemur úr Hrísey.