Nestisdallur 500 ml.
Nestisdallur 500 ml.
Verð
5.490 kr
Verð
Söluverð
5.490 kr
Stykkjaverð
/
pr.
Nestisskrínan er stál matarílát með áskrúfuðu stálloki sem gerir það bæði loftþétt, vatnshelt og einangrandi. Fyrir vikið geturðu tekið heitan mat með þér í útivistina því nestisskrínið, getur haldið matnum þínum heitum í allt að 5 tíma og köldum í allt að 7 tíma.
Á skríninu er vítt op sem auðveldar aðgengi gaffals og/eða skeiðar að t.d. heitri súpu, pasta eða gúllasi; Köldu og frískandi salati, hollum og góðum niðurskornum ávöxtum eða svalandi súrmjólk með múslí.
Um vöruna
- Innra og ytra lag úr stáli 304 (18/8)
- Loft-, og lekaheld – pp og sílokon þéttir í loki
- Heldur heitu í allt að 5 klst. og köldu í allt að 7 klst.
- Mikið viðnám gegn tæringu og hnjaski
- Innra byrði án allrar húðunar og lakks (ólíkt álíláta)
- Hefur ekki áhrif á bragðgæði
- Stærð: 15 cm á hæð x 10 cm. þv. 7,4 cm. þv. ops
- Þyngd: 520 gr.
- Þvottur: Handþvottur í heitu sápuvatni
- Ábyrg, sjáfbær framleiðsla
- Pökkun: pappír
- Framleitt í Kína
Notkunarleiðbeiningar:
- Setjið hvorki í örbylgju- né bakarofn
- Frystið ekki
- Til að forðast leka, passið að skrúfa lokið rétt og þétt á
- Setjið hæfilegt magn í skrínið eða eins og leiðbeiningar segja til um
- Passið að börn leiki sér ekki með skrínið ef heitur matur er í henni
- Ekki geyma brjóstamjólk í flöskunni
- Geymið skrínuna opna á milli notkunar
Umhirða:
- Þvoið alla hlutana með sápuvatni fyrir notkun. Skolið vel og þurrkið
- Fyrir enn ítarlegri þrif mælum við með því að þvo ílátið með þvottabursta, heitu vatni og teskeið af matarsóda
- Ef þurfa þykir, látið liggja í bleyti í nokkra klukkutíma fyrir skolun
- Notið ekki þvottarefni sem innihalda bleikiefni, klór, fægilög (svarfefni) eða/og sterk hreinsiefni
- Við mælum með handþvotti
Tillaga
Til að maturinn haldist heitur eins lengi og unnt er, fyllið ílátið með sjóðandi heitu vatni til að verma skrínuna að innan og látið standa í nokkrar mínútur. Tæmið ílátið og fyllið aftur með því sem halda á heitu.