Kringlóttur hördúkur. Ólífu grænn
Kringlóttur hördúkur. Ólífu grænn
Dásamlegur borðdúkur úr silkimjúkri hör sem hentar fyrir öll tilefni og hægt að nota bæði hversdags og spari.
Stærð 200cm í þvermál.
- Framleiddur í Evrópu úr 100% hör
- Steinþvegin til að ná fram hámarks mýkt
- OEKO-TEX vottað hráefni og því án allra eiturefna
Þvottaleiðbeiningar.
Má þvo bæði í þvottavél og í höndunum í volgu vatni, allt að 40°. Ef notaður er hærri hiti má gera ráð fyrir að dúkurinn hlaupi um allt að 10%. Notið milt þvottakerfi og þvottarefni og þvoið með svipuðum lit. Bleikið ekki.
Ekki er mælt með að nota mýkingarefni - hvorki fljótandi né í blöðum - til að ná fram mýkt. Það veikir efnið. Búið er að steinþvo dúkinn og ná þannig fram hámarksmýkt á efninu.
Má fara í þurrkara en til að ná dúknum nokkuð sléttum er gott að láta hann í smá stund í þurrkara og hengja hann svo upp. Svo er að sjálfsögðu tilvalið að hengja út á snúru þegar veður leyfir og fá í hann góða lykt og spara rafmagnið.
Geymið hör á þurrum og köldum stað og fjarri sólarljósi, ekki í plastpoka en koddaver gæti verið sniðugt.