Hársápa fyrir venjulegt hár með súkkulaði ilm
Hársápa fyrir venjulegt hár með súkkulaði ilm
Viltu ,,smakka”?
Hársápan með súkkulaði ilminum mun bræða meira en bara eitt atriði!
Þessi var búin til til að lífga aðeins upp á páskana og í þeirri vinnu fundum við út að kakóduft færir mýkt í hárið. Hún er því afar hentug fyrir venjulegt/þurrt hár.
- Vegan og ruslfrí hársápa
- Dugar álíka lengi og tveir sjampóbrúsar
- 100% náttúrulegt
- Án súlfata
- Auðvelt að taka með í ferðalög
Súkkulaði hársápan er nú fáanlegt allt árið um kring og er alltaf jafn ljúffeng. Í hana er sett lífrænt kakóduft, sem unnið er með sanngjörnum hætti og kemur frá Dóminíska lýðveldinu. Fyrir utan girnilegan ilminn þá gerir kakóið það að verkum að löðrið verður mikið og kremkennt.
Innihaldsefni
Innihaldsefni: Natríum kókóýl isetíóníat, theobroma kakaó (kakó) fræduft *, sterínsýra, theobroma kakaó (kakó) fræsmjör *, vatn, kókoshnetu fitusýra, decyl glúkósíð, lauryl glúkósíð, natríumísetíónat, glýserín
- * vottað lífrænt
Útskýringar innihaldsefna
- Natríum kókóýl isetíóníat, natríumísetíónat og kókoshnetu fitusýra. Milt yfirborðsvirkt efni úr kókosolíu, hjálpar til við að láta sápuna freyða.
- Theobroma kakaó (kakó) fræduft: Sanngirnis- og lífrænt vottað kakóduft.
- Sterínsýra er úr ólífuolíu og hjálpar til við að þykkja vöruna
- Theobroma kakaó (kakó) fræsmjör: Sanngirnis- og lífrænt vottað kakósmjör
- Decyl glúkósíð, lauryl glúkósíð,: Mild yfirborðsefni úr kókosolíu og sykurrófum sem gerir froðuna kremkenda.
- Glýserín: Jurta glýserín
• Slow cosmetic, cruelty free og vegan, án súlfata, handgert í Frakklandi
• 55 gr.
Notkun.
Nuddaðu einfaldlega hársápustykkinu þínu á vel blautt hárið og um leið myndast löður sem þú getur nuddað hárið með og þrifið. Skolaðu.
Varist að sápan berist í augu og slímhimnur, það getur sviðið. Ekki nota sápuna ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna. Hentar ekki þunguðum konum og börnum yngri en sex ára.
Geymsla
Hársápan er eins og venjulegt sápustykki sem þú getur sett á sápudisk við baðkarið eða sturtuna. Hún er bakteríudrepandi svo að hún verður ekki óhrein. Margir setja hana í sápuþvottapoka og hengja upp til að auðvelda þurrkun en gott er að láta hana þorna á milli þess sem hún er notuð.
Á ferðinni
Tóm glerkrukka eða jógúrdós með efnisbút og teygju er í raun allt sem þarf. Þegar það gefur auga leið að sápan nái ekki að þorna er gott að geta sett hana í þvottapoka eða aðra þurra tusku svo að það lofti vel um hana og hún geti þornað.
Umhverfisáhrif
Þökk sé þessu hársápustykki þá kemur það í veg fyrir að tveir plastbrúsar fari í ruslið.
Kartonið utan um sápuna er 100% endurvinnanlegt.