Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 3

Act herba

Furuveig dropar 50 ml

Furuveig dropar 50 ml

Verð 7.820 kr
Verð Söluverð 7.820 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Furuveigin er unnin úr ungum furunálum frá ákveðnu yrki furu, handtíndum í íslenskri náttúru. Furunálarnar veita góða vörn gegn umhverfisáreiti, s.s. lélegra loftgæða, myglusvepps, efna sem við innbyrðum, öndum að okkur eða tökum inn í gegnum húðina svo eitthvað sé nefnt.

Furuveigin styrkir ónæmiskerfið og getur hjálpað gegn kvefi og flensu, berkjubólgu og lungnabólgu og er slímlosandi. Hún er einnig blóðhreinsandi, léttir álagi af lifur, nýrum og gallblöðru og getur virkað þvagræsandi. Hún hefur bólgueyðandi áhrif og getur bætt heilbrigði hjarta- og æðakerfis. Einnig getur Furuveigin lækkað blóðþrýsting, létt á liðverkjum og hjálpað til við að bæta hreyfigetu.  Furuveigina má einnig nota útvortis vegna græðandi og sveppadrepandi eiginleika og má nota hana á sár, bruna, húðsveppi, kláða og sviða.

Innihald:
Uppleyst jurtaefni úr furunálum, vínandi (37% etanól).
Eftirfarandi efni er að finna í ungum furunálum:
Vítamínin A, B(m.a. B12), C, D,  E, K og P. Steinefnin kalsíum, fosfór, kopar, mangan, járn, sink, magnesíum og kóbalt. Einnig karótín, phytoncides, benzoic acid, náttúruleg stearic acid og suramin natural chicmic acid. Að auki innihalda furunálar gott magn af ilmkjarnaolíu.

Leiðbeiningar:
Ráðlagður dagskammtur eru 3 ml á dag, eða 3 x hálfur dropateljari á dag. Má blanda í vatn.

Ekki er ráðlagt að nota ef ofnæmi fyrir furu er til staðar.
Geymist þar sem börn ná ekki til.

 

Sjá allar upplýsingar