Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

Íslensk Hollusta

Fjallagrös 20 gr.

Fjallagrös 20 gr.

Verð 1.115 kr
Verð Söluverð 1.115 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Fjallagrös(Cetraria islandica) eru viðurkennd lækningajurt sem hafa verið notuð á Íslandi til heilsubótar og næringar í gegnum aldirnar. 

Fjallagrös innihalda fjölsykrur (leysanlegar trefjar), Lichenin og Isolichenin, sem eru græðandi fyrir háls og maga og eru þar af leiðandi góð fyrir bæði magabólgu og hálsbólgu. Jurtin er einnig bakteríudrepandi bæði fyrir bakteríur í maga og í öndunarfærum. 


Þegar jurtin er notuð við hósta þá er best að útbúa seyði þannig að láta suðuna koma upp, hella því vatni af, setja svo nýtt vatn og sjóða í 2-3 mínútur. Með þessu eru fjarlægð bitru efnin sem geta ert magann ef fólk er með magabólgur.  Við magabólgum eru grösin látin síast í heitu vatni í 30 mínútur, ekki soðin. Almennt séð eru fjallagrös styrkjandi og efla þrótt og er því gott að drekka seyði af þeim daglega ef maður er eitthvað slappur. Ef ekki er um magabólgur að ræða þá er gott að sjóða grösin í 5 mínútur og drekka seyðið af því.  Dags skammturinn er ca 6 gr í 1 lítra af vatni.

Fjallagrös má nýta með ýmsum mat, s.s. í brauð, grauta og te. Mjög gott er að setja smávegis af fjallagrösum saman við hafragrautinn á morgnana og auka þannig næringargildi og sérstaklega trefjanna í grautnum.

Sjá allar upplýsingar