Feng shui órói - Lótus
Feng shui órói - Lótus
Fallegur órói með Lótus. Ef þú hengir hann nálægt glugga getur sólin kallað fram töfrandi liti um allt herbergið.
Lótusinn er fallegt blóm sem vex upp úr drullunni og er því fyrst og fremst tákn fegurðar og andlegs þroska. Lótusinn er með ræturnar í moldinni en flýtur á vatninu án þess að verða blautur eða moldugur. Samkvæmt hindúa trú á lótusinn að sýna fólki að til þess að geta öðlast frelsun frá endurfæðingu þurfi það að geta lifað án þess að tengjast hinu veraldlega.
Lótusinn táknar einnig hreinleika, guðdómleik, líf, frjósemi og endurnýjun.
Feng Shui:
Feng Shui (borið fram: fang shwee) er meira en 3.000 ára gömul heimspeki sem kennir hvernig umhverfisþættir hafa áhrif á líðan okkar og hvernig hægt er að breyta neikvæðum áhrifum í jákvæða. Markmið Feng Shui er að stilla búsetu- eða vinnuumhverfi okkar þannig að samfellt flæði Chi (lífsorku) sé örvað. Í kínverskri heimspeki snýst allt um sátt og jafnvægi milli yin og yang, eins og karlkyns og kvenkyns o.s.frv.
Efni: Brass og glerperlur.
Lengd: 20 cm
Þyngd: 96
Umbúðir: Blá gjafaaskja úr pappa.
Upprunaland: Indland