Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 3

Bee's Wrap

Bee's Wrap - VEGAN - XL brauð örk - 43x58 cm.

Bee's Wrap - VEGAN - XL brauð örk - 43x58 cm.

Verð 3.020 kr
Verð Söluverð 3.020 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Bee’s wrap matvælaarkir fyrir vegan, náttúrulegur valkostur sem leysir plastpoka, -filmu og álpappír af hólmi.

Þrátt fyrir nafnið er ekkert bývax í þessum örkum. Vegan arkirnar eru úr hráefnum sem koma beint frá náttúrunni. Grunnurinn er eins og áður úr lífrænt ræktuðum bómullardúk, kandelilla vaxi, soja vaxi, lífrænni kókosolíu og trjákvoðu.

Haltu brauðinu þínu fersku án plasts. Geymdu nýbakaða brauðið þitt, hvort sem þú bakaðir það sjálf/ur eða keyptir í bakaríi í Bee‘s Wrap. Þessi stærð hentar vel sem lok á stóra skál eða fat sem þú tekur með á mannamót, til að geyma matarafganga eða til að hylja skál og jafnvel til að láta brauðdeig hefast.

Bee‘s Wrap er sjálfbær og náttúrlegur kostur sem kemur í stað plastfilmu til að geyma matvæli. Notið ylinn í lófunum til að mýkja örkina og líma hana niður. Þegar efnið kólnar heldur hún þeirri lögun sem þú settir hana í.

Þessi pakkning inniheldur eina örk í stærðinni 43x58 cm. (17“x23“)

Um vöruna:

Endurnýtanleg. Þvoðið í köldu vatni.

Framleitt úr: Lífrænni bómull, kandelilla vaxi, soja vaxi, lífrænni kókosolíu og trjákvoðu.


Sjá allar upplýsingar