Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 2

Eco Bath London

Andlitshreinsiskífur úr bambus - gráar og hvítar, 12 stk. í poka.

Andlitshreinsiskífur úr bambus - gráar og hvítar, 12 stk. í poka.

Verð 2.415 kr
Verð Söluverð 2.415 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Margnota hreinsiskífurnar frá Eco Bath, sem eru tilvaldar til að hreinsa augn- og andlitsfarða, eru gerðar úr lífrænum bambus. Mjúkar fyrir húðina, góðar fyrir umhverfið og náttúruna. Er það ekki akkúrat það sem við viljum?

Einingin inniheldur sex koxgráar og sex hvítar hreinsiskífur sem koma í litlum netapoka. Pokinn er notaður til að þvo skífurnar í - þannig haldast þær á sama stað og hverfa ekki út í tómið, þangað sem allir stöku sokkarnir okkar virðast lenda…. Og svo þegar þú bregður þér af bæ smellirðu pokanum með í töskuna. 

Skífurnar má nota á allar húðtegundir, jafnvel þær allra viðkvæmustu. 

Lífrænn bambus: Eco Bath London notar eingöngu lífrænan bambus af ábyrgum uppruna í hreinsiskífurnar. Þær eru 100% niðurbrjótanlegar, svo þú getur sett þær í moltuna þegar (eftir laaangan tíma) þær eru uppurnar.

Umbúðir: Netaþvottapoki með spjaldi

Framleitt í Tævan.

Sjá allar upplýsingar