Moya Sencha lífrænt grænt te. 60 gr.
Moya Sencha lífrænt grænt te. 60 gr.
Sencha grænt te sem hentar vel sem morgundrykkur
100% lífrænt grænt japanskt te, Sencha.
Bragð: Grösugt og örlítið salt bragð
Litur: Grænleitt gull
Upprunaland: Japan
60 gr. af telaufum í innsigluðum poka í fallegum pappírsstauk.
Sencha, grænt te
Sencha er vinsælasta teið í Japan og það er líka frægasta græna teið í heiminum. Teið hefur milt, sætt og mjög frískandi bragð, með smjörkenndum, grösugum keim og grængulum lit. Orðið „sencha“ þýðir bókstaflega „lagað við lágan hita“ og það vísar til dæmigerðrar lögunar á lauftei sem felur í sér að hella heitu vatni yfir þurr laufblöð. Þetta te gefur frá sér besta bragðið þegar það er lagað með mjúku vatni með lágu pH gildi. Moya Sencha nr. 21 er lífrænt ræktað á eyjunni Kyushu.
EIGINLEIKAR Sencha
Mælt er með Sencha sem morgundrykk, þar sem snemma tínd laufin eru afar auðug af örvandi koffíni og vitað er að sencha flýtir fyrir efnaskiptum. Rétt eins og annað japanskt grænt te er það ekki aðeins rík uppspretta katekína heldur einnig eitt öflugasta náttúrulega andoxunarefnið. Að drekka sencha getur hjálpað til við að hægja á öldrun, losna við eiturefni, lækka slæmt kólesteról, halda sykri í skefjum og bæta tannheilsu. Blöðin innihalda auð-upptakanlegt C-vítamín, beta karótín, fólínsýru, kalíum, kalsíum og fosfór. Rétt eins og matcha te, getur sencha aukið gleðina.
Að laga Sencha te
Magn: 2-3 gr. í 150 ml. af vatni
Hiti vatns: 70-80°
Látið telaufin liggja í 2 mínútur
Hægt er að nota telaufin í allt að þrjú skipti.
Allt te frá Moya er með lífræna laufblaðið sem er vottunarmerki ESB og hefur einnig fengið Tún vottun.