Vinningshafi í póstlistaleik Misturs vegna Plastlauss septembers

Plastlaus september var settur í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og er þetta í annað skiptið sem átakið fer í gang. Markmiðið með átakinu er að vekja fólk til umhugsunar um alla þá gengdarlausu plastnotkun sem viðhefst dags daglega og vekja um leið athygli á þeim fjölmörgu úrræðum sem í boði eru til að daga úr plastnotkun. 

Umhverfisráðherra setti átakið og í kjölfarið fylgdu áhugaverðir fyrirlestrar. Einnig var gríðarstór markaður með umhverfisvænar og plaslausar vörur og þar vorum við með breytt vöruúrval sem jafnframt má sjá hér á síðunni okkar.

Síðustu daga höfum við einnig verið að hvetja fólk til að skrá sig á póstlistann okkar til að fá fréttir af þeim tilboðum sem verða í gangi hjá okkur nú í september.  Við erum búin að draga út vinningshafa á meðal þeirra sem skráðu sig og upp úr pottinum kom nafnið; María Guðrún Guðmundsdóttir. Við erum vitanlega búin að senda henni póst og tilkynna henni hvað hún vann :) Innilegar hamingju óskir María, við vonum svo sannarlega að þetta komi að góðum notum. 

Annars óskum við öllum til hamingju með þá vitundarvakningu sem loksins er að verða í samfélaginu í þessum málum.  Það gladdi okkur afskaplega mikið að sjá hversu margir mættu í dag og við þökkum öllum þeim sem litu við hjá okkur. 

Gangi ykkur vel og munum að það sem við gerum, skiptir máli.

 


Eldri færslur Yngri færslur