Um lúffu

Lúffa (e. loofah) er klifurplanta af ætt Curcubitales og best þekkjum við sennilega agúrkuna úr þessari ætt, ásamt melónum og kúrbít.  Þegar plantan er ung er hún grænleit á lit og gjarnan notuð til matargerðar. Til að fá hinn náttúrulega grænmetissvamp, er hún látin þroskast þangað til hýðið er búið að fá á sig brúnleitan lit og innvolsið er orðið að grófum trefjum. Þá er hún uppskorin, hýðið tekið utan af og fræin innan úr. Lúffa hefur svipaða áferð og svampar.   

Lúffa er enn einn valmöguleikinn til að minnka plastnotkun á heimilum og kemur í stað hefðbundnu litlu plast svampana sem sennilega má finna á hverju heimili í dag. Lúffuna má nota til almennra heimilisþrifa, í uppvask og sem líkamsskrúbb. 

Líftími lúffu fer vissulega eftir notkun en algengt er að hún dugi í 3-5 vikur, það fer að sjálfsögðu eftir notkun og okkar reynsla er sú að hún dugi mun lengur.. Þar sem lúffa er algjörlega lífræn er nauðsynlegt að þrífa hana reglulega á meðan á notkun hennar stendur. Það er hægt að gera með því að:

  • Skola alltaf mjög vel eftir notkun og láta hana þorna, bakteríu þrífast verr í þurru
  • Setja hana í örbylgjuofn
  • Þvo í þvottavél, kalt vatn og sápu. Ath. má ekki fara í þurrkara þá brotna trefjarnar niður (uppfært 25/1/22. Höfum oft sett lúffu í þurrkara, sennilega meira óvart en annað og það hefur ekki komið að sök)
  • Setja í klórbað annað slagið
  • Nota ilmkjarnaolíur sem geta komið í veg fyrir bakteríugróður

Eftir notkun má einfaldlega setja hana í moltuna eða bara grafa hana úti í garði og hún verður þá aftur að jarðvegi.

Veið eigum til lúffur frá tveimur framleiðendum. Annars vegar frá Clean Plantet ware og sú er pressuð til að taka sem minnst pláss en um leið og hún blotnar tútnar hún út og þá má auðveldlega sjá hvar fræin kúrðu sig í plöntunni. Í pakkanum eru sex stk. Smelltu hér til að skoða. 

Hins vegar frá EcoLiving í þremur útfærslum; fyrir kroppinn, undir sápuna eða í skrúbberí og almenn þrif. 

Ef þig langar að fræðast meira um lúffuna þá er hér myndband sem fróðlegt er að horfa á.

Þegar lúffan kom fyrst til okkar í haust áttum við í smá vandræðum með heitið á fyrirbærinu, við viljum nefnilega nota íslensku sem víðast. Við kölluðum því eftir smá aðstoð á Facebook síðunni okkar og það stóð ekki á svörum og kunnum við okkar bestu þakkir fyrir það. Við erum því allavega með þrjú fyrirbæri fyrir orðið lúffa. 

  • Lúffa - Náttúrulegur svampur
  • Lúffa - Þykkir og miklir belgvettlingar, gjarnan loðfóðraðir
  • Lúffa - Láta í minni pokann fyrir einhverjum

Mikið væri nú samt gaman ef einhver garðyrkjubóndinn hér á landi myndi taka sig til og rækta lúffur...

 

Til baka í fréttir