Truthpaste - nýtt umhverfisvænt tannkrem

Það gleður okkur að kynna enn eina nýja vörunýungina hjá okkur. Að þessu sinni er það tannkrem sem svo sannarlega minnkar bilið í áttina að 100% plastlausu og umhverfisvænni tannumhirðu, samhliða bambus tannburstunum okkar.Tannkremið heitir "Truthpaste" og er í glerkrukkum með álloki sem þú getur endurnýtt og/eða endurunnið. Tannkremið kemur í tveimur mismunandi stærðum, 40 og 120 gr. og þú getur einnig valið um tvær bragðtegundir; fennel eða piparmyntu og wintergreen bragð.  Innihaldsefni tannkremsins eru öll náttúruleg auk þess sem tannkremið er bæði vegan og cruelty free.

Við framleiðslu á þessari nýjung var stuðst við aldagamla Ayuruveda læknisfræði og nútíma rannsóknir á gagnsemi lyfjafræðilegra eiginleika innihaldsefna tannkremsins. Truthpaste er því hannað með tannheilsu okkar að leiðarljósi og hefur bæði bólgueyðandi og bakteríudrepandi virkni og þannig hjálpar það okkur að viðhalda heilbrigðu tannholdi og varnar tannholdssjúkdómum.
Ólíkt hefðbundnum tannkremum inniheldur Truthpaste engin froðumyndandi efni, ýruefni, þykkingarefni eða gervi litarefni og er hvert hráefni valið vegna heilsusamlegra kosta þess.
Þetta bytkingarkennda tannkrem breytir því svo sannarlega hvernig tannkrem á að bragðast, hvernig áferðin er og hvernig það virkar.

Innihaldsefnin í tannkreminu eru sérstaklega valin með tannheilsu í huga. Okkur langaði aðeins að kynna fyrir ykkur innihaldsefnin sem stundum geta verið erfitt að lesa um og skilja svo þið getið verið alveg viss um hvað það er sem þið eruð að nota og að þau efni sem notuð eru séu sem öruggust fyrir líkamann.
 
Neem er eitt af mikilvægustu lyfjaplöntum á Indlandi og hefur verið notað í aldaraðir við lækningar.
Það hefur sterka sótthreinsandi og bólgueyðandi eiginleika og er það notað í tannkremið til að viðhalda heilbrigðri tannheilsu.
 
Aloe Vera er vel þekkt fyrir róandi eiginleika sína og rannsóknir hafa sýnt að Aloe Vera hjálpar til við meðhöndlun á tannholdsbólgu með því að drepa bakteríurnar sem veldur henni. Það er einnig sagt að Aloe vera hjálpi líkamanum að gleypa steinefni.

Myrra er trjákvoða sem notuð er sem sótthreinsiefni í munnskolum og tannkremum og hjálpar til við að viðhalda heilbrigðri tann- og gómheilsu.

Xylitol er unnið úr birkitré. Það er náttúrulegt sætuefni en margar rannsóknir hafa sýnt fram á að það sé nytsamlegt í umhirðu á tönnum og berst gegn bakteríum sem valda tannskemmdum.
 
Sítrónuolía hefur hlutlaust pH gildi þannig að þú þttir ekki að þurfa að hafa neinar áhyggjur af því að nota það á tennurnar. Það er einnig bakteríudrepandi og sótthreinsandi og hjálpar til við að halda ferskum andadrætti.

Eucalyptus Globulus er sótthreinsandi og hjálpar til við að lækna bólgur og sýkingar, þar með talið tannholdsbólgu sem getur veldið tannskemmdum. 
 
Kanil-ilmkjarnaolía hjálpar til við að berjast gegn bakteríum sem orsaka andfýlu og vinnur einnig gegn sveppum, bakteríum sem valda tannskemmdum og bakteríum sem valda munnholdssjúkdómum. Olían hefur einnig þá eiginleika að draga úr sársauka. 

Clove bud er mjög góð náttúruleg lausn við tannpínu og hefur verið notuð öldum saman í kínverskri læknisfræði til að berjast gegn sýkingum og drepa bakteríur.

Wintergreen olía hjálpar til við að styðja við heilbrigða beinþéttni og koma í veg fyrir tannskemmdir.

Piparmynta er afar vinsælt tannkremsbragð og hjálpar einnig til við að berjast gegn bakteríum í munninum
 
Matarsódi er notaður til tannumhirðu um allan heim. Hann er frábær fyrir tennurnar og hjálpar til við halda sýrustigi munnsins í réttu pH gildi fyrir tennurnar.
 
Bentonite leir er þekktur fyrir hæfni til að gleypa eiturefni, þar á meðal kvikasilfur sem notaður er í tannfyllingum.

Calcium Carbonate finnst í flestum tannkremum, er náttúrulegt steinefni og er notað sem grunn innihaldsefni í tannkremum. 

 Umsögn

Frá því í sumar hefur þetta tannkrem verið í prufu hjá okkur í Mistur. Eftir að hafa notað ,,venjulegt" tannkrem í tæp 50 ár, þá var það óneytanlega skrítið að byrja að tannbursta sig með þessu tannkrem, það verður að segjast eins og er. Það er allt öðruvísi við tannkremið.

Fyrir það fyrsta þá er það í krukku með álloki í stað hefðbundinnar plasttúpu. Liturinn er alls ekki eins og maður á að venjast - skjannahvítt (af hverju er tannkrem svona skjannahvítt annars og stundum með rauðum og bláum röndum - litarefni?) heldur er liturinn á kreminu svona ljós leirlitaður og áferðin stífari og ekki eins kremkennd.

Við notkun á Truthpaste setti ég bara þurran burstann ofan í krukkuna og náði mér í smá tannkrem. Í flestum tilfellum mun minna heldur en alla jafna úr túpu. Sumum gæti þótt eitthvað rangt við að setja tannburstan ofan í krukkuna og svo næsti maður á heimilinu en ég sé engan mun á því og að renna burstanum eftir opinu á túpunni og sleikja allt tannkrem af. Þeir sem vilja það síður geta auðvitað notað eitthvað áhald til að taka tannkremið upp úr, endann á teskeið sem dæmi. En þá að bragðinu. Skrítið, mjög skrítið í fyrstu og auðvitað tók tíma að venjast því ef tæp 50 ár af ,,venjulegu tannkremi" Svo freyddi það akkúrat ekki neitt og áferðin er mun grófari heldur en af þessu hefðbundna. En, mín tilfinning er sú að það hreinsi jafnvel, ef ekki betur. Þó var eitt sem ég hafði áhyggjur af.  Þar sem ég er gjörn á að fá kul í tennurnar hef ég síðustu ár notað eitt ákveðið tannkrem sem hefur haldið aftur af kuli og þar sem notkun á því skyldi nú minnkuð kveið ég því að finna aftur fyrir kuli. Því er skemmst frá að segja að það hefur ekki gerst enn og er ég nú búin að prófa báðar tegundirnar. 

Ég ákvað að byrja á litlu krukkunum því hvað ef mér myndi bara alls ekki líka þetta? Þær eru ótrúlega drjúgar og svo er svo hentugt að ferðast með svona litla krukku. En næst - næst opna ég stóra krukku af fennel frá Truthpaste.

kveðja Þórunn 

 

Til baka í fréttir