Takk fyrir komuna á Umhverfishátíð

Bara örstutt takk til ykkar sem lituð við hjá okkur í Norræna húsinu á Umhverfishátiðina nú um helgina. Mikið afskaplega var gaman að sjá ykkur öll. Suma náði maður voða lítið að tala við en aðra meira eins og gengur og gerist, en allir á sömu leið, þ.e. að minnka sóun og plastnotkun. 

Mér flaug það í hug núna áðan að gaman hefði verið að sjá hrúguna af plasttannburstum, pokum, filmum, sápu- sjampóbrúsum, sogrörum, brúsum og bollum sem leyst voru af hólmi nú um helgina. Það hefði án efa verið stór hrúga, RISAstór hrúga. Í stað alls þessa plasts á nú fjöldi manns margnota og umhverfisvænni hluti og vörur sem vonandi duga vel og lengi. FRÁBÆRT :)

Takk enn og aftur og gangi ykkur vel á þessari braut. 

Til baka í fréttir