Örlítið um krumpuðu umbúðirnar okkar.

Birgjarnir okkar eru í flestum tilfellum svipað þenkjandi og við og nota aðeins í undantekningar tilfellum plast (bóluplast) í sendingar sínar til okkar. Þess í stað nota þeir pappír til að stífa vörur af og fylla upp í tómarúm í kössum ef eitthvað er, þú veist, þar sem bóluplast er/var gjarnan notað.  


 Þetta er sem sagt skýringin á því hvers vegna pappírinn sem varan er yfirleitt afhent í er krumpaður. Þennan pappír höfum við nýtt óspart sem umbúðir utan um sendingarnar okkar. Við reynum að slétta hann svona lauslega en lítil áhersla er lögð á að slétta hann alveg, meira svona til að geta geymt hann sómasamlega. Pappírinn sem þú færð utan um vörurnar þínar er með öðrum orðum langt að komin og er að koma að notum í annað sinn ...að minnsta kosti. 

Yfirleitt spörum við þennan pappír ekki neitt í umbúðirnar því við gerum okkur vonir um að þú sjáir tækifæri í meira magni en minna. M. ö. o. við vonum svo sannarlega að þú getir nýtt hann einu sinni enn, sem umbúðir, rissmiða, snýtibréf eða eitthvað áður en hann endar að lokum í endurvinnslu.  

Hver er ekki til í svona pakka?

 

Til baka í fréttir