Naturlig deo - ný vara hjá Mistur

…Já, enn dregur til tíðinda hjá okkur í Mistur.

Nú erum við svo lukkuleg að geta státað okkur af sænsku verðlauna svitakremi. Já, þú last rétt, verðlauna svitakrem, ekkert minna takk fyrir.

En hvernig kom það nú til?

Það gerðist þannig að hún Guðrún hringdi í okkur og sagði sínar farir ekki sléttar. Hún hefði kynnst svo æðislegu svitakremi í Svíþjóð sem virkaði svo rosalega vel. En nú væri það búið og hún var í standandi vandræðum með að útvega sér þetta geggjaða krem, hvort við gætum eitthvað gert?

Þetta fannst okkur hreinlega æðislegt og finnst æðislegt. TAKK Guðrún fyrir að hafa það mikla trú á okkur að vera í sambandi.

Auðvitað sendum við línu og forvitnuðumst um þetta krem og í stuttu máli, þá kom fyrsta sendingin til okkar nú fyrir skemmstu. Það kemur frá litla handverksfyrirtækinu henna Söru sem býr í litla smábænum Norsjö í norður Svíþjóð. Sara er bara svona venjuleg stelpa sem hugsar um heilsuna, umhverfið og jörðina. Já, bara pínu eins og við.

En allavega, aftur að kreminu. Um er að ræða lífrænan svitalyktaeyði sem framleiddur er úr örfáum sérvöldum náttúrulegum efnum þar sem tekið er fullt tillit til manna, dýra og náttúru. Í þessum deo er hvorki ál, alkóhól, kemísk efni eða önnur íblöndunarefni. Innihaldið eru olíur,- bæði hlutlausar og/eða ilmandi – fer eftir tegund, kornsterkja, matarsódi og carnauba vax. Og þá er það upptalið! Kremið kemur í glerkrukkum með álloki og í boði eru bæði 15 ml. og 60 ml. krukkur. 15 ml. krukkan er afar hentug stærð ef þú vilt prófa eða taka með í ferðalagið og alla jafna dugar hún í svona 3 vikur. 60 ml. krukkan getur hins vegar enst í allt að þrjá mánuði. Kremið er borið á í þunnu lagi í handakrikann. Sjá nánari vörulýsingar og leiðbeiningar við hverja vöru.

Öllu þessu til viðbótar þá er Naturlig Deo einn vinsælasti deodorantin meðal meðvitaðra neytenda í Svíþjóð. …og ekki nóg með það…

Sænska Womens Health blaðið prófaði fimm vistvæna svitalyktareyði. Það skipti engum togum að ,,okkar” skoraði fullt hús stiga.

Og að lokum þá var gerð könnun á meðal sænskra neytenda um besta ,,græna” svitalyktaeyðinn. 372 einstaklingar tóku þátt í könnunninni og þeir voru sammála því að Naturlig deo var í einu af þremur efstu sætunum.

Það gleður okkur afskaplega að fá svona hringingar og enn skemmtilegra er að geta orðið við svona óskum. 

Þú getur skoðað svitakremin nánar með því að smella hér.

Til baka í fréttir