Mistur á Jólamatarmarkaði Búrsins í Hörpunni um helgina

Nú styttist heldur betur í jólin og margir farnir að sanka að sér allskonar góðgæti fyrir hátíðirnar. Nú um helgina verður hinn árlegi Jólamatarmarkaður Búrsins í Hörpunni þar sem gestum og gangandi gefst gott tækifæri til að koma og kaupa alskonar dásemdar kræsingar.

Við verðum þar m.a. að kynna og sýna ýmsar umhverfisvænar lausnir til að geyma og vernda allar kræsingarnar. 

Markaðurinn verður opin frá kl. 11-17 bæði laugardag og sunnudag og það yrði nú aldeilis skemmtilegt að sjá þig :)

Hér er viðburðurinn á Facebook ef þig langar að fylgjast með.

Til baka í fréttir