Margnota frá Marley's Monsters

Marley's Monster er fjölskyldufyrirtæki í Eugene Oregon í Bandaríkjunum og var stofnað af Söru Dooley árið 2014. Frá upphafi hefur markmiðið verið að framleiða margnota umhverfisvænar vörur fyrir heimilið og börn, með það að leiðarljósi að umhverfisvænn lífsstíll eigi að vera skemmtilegur og undirstrika þinn stíl. 

Marley's Monsters eru með vottun frá BRING

Loksins er Marley's Monster fáanlegt hér hjá okkur og við byrjum smátt, eins og við gerum gjarnan og nú er hægt að fá hjá okkur sex tegundir af ,,ekki pappírsþurrkum" og hversdagsklútum til að nota við matarborðið, þurrka af nebbum, þurrka upp bleytu og bara í allt það sem þú annars notar einnota eldhúsrúllubréf í. Hversdagsklútana má að sjálfsögðu nota á litla bossa, til að hreinsa af farða og í hvað eina. Það er svo heppilegt að þú ræður. Já og auk klútanna eru komnar þrjár útfærslur af blautpokum.

Klútarnir eru úr bómullarflónelli og hörblöndu með overlock saum á jöðrum til að koma í veg fyrir að þeir trosni. Mælt er með að þvo þá fyrir notkun og gera má ráð fyrir að þeir hlaupi aðeins í þvotti. Rakadrægni klútanna eykst eftir fyrstu þvottana.

Ekki pappírsþurrkur, 24 stk. á rúllu. Stærð 25*30 cm.

 

 Ekki pappírsþurrkur, 12 stk. einlitar. Stærð 25*30 cm.

Einlitar 12 í búnti.

 Ekki pappírsþurrkur, 12 stk. marglit munstur. Stærð 25*30 cm

Marglitar

Hversdags servíettur 6 stk. Stærð 18*20 cm

 Hversdagsþurrkur

 

 Hversdags servíettur 12 stk. Stærð 18*20 cm - Lífræn bómull

Hversdagklútar úr lífrænni bómull

 Tauservíettur úr hör 6 stk. Stærð 35x35 cm.

Hörservíettur

 ...og hvað svo hugsa nú eflaust einhverjir.

Klútunum og servíettunum safnar maður svo saman og þvær með samlitum þvotti. Gott gæti verið að nota blautpokana frá Marley's Monsters til að safna óhreinum klútum saman fram að þvotti. Blautpokarnir eru með rennilás og koma í tveimur stærðum. Þeir stærri eru með verklegum hanka sem sniðugt er að hengja á snaga, hurðahún eða handfangið á bakarofninum og safna þar saman óhreinum klútum. 

Blautpokar eru líka stórsniðugir fyrir leikskólann, sundfötinn, í ferðalagið undir óhreint og svo mætti lengi telja.

 Blautpoki stór. Stærð 30x40 cm.

Blautpoki stór

  Blautpoki stór. Hörblanda. Stærð 30x40 cm.

Blautpoki

 

 Blautpoki lítill. Hörblanda. Stærð 16x23 cm.

Blautpoki

 

Um langt skeið höfum við fylgst með Marley's Monsters af þeirri einföldu ástæðu að þau voru að framleiða vörur fyrir eldhúsið sem okkur hugnuðust ofurvel. Sjálf höfum við verið að nota litla klúta í eldhúsinu í staðinn fyrir einnota eldhúsrúllubréf í mörg ár. Klútarnir okkar voru saumaðir úr hráefni sem féll til á heimilinu eins og gömlum skyrtum af bóndanum sem ekki þóttu nógu smart lengur, lökum sem samanstóðu meira af götum en nokkru öðru og þar fram eftir götunum. Heimaklútana okkar höfðum við u.þ.b í stærðinni 17x20 því hefðbundin eldhúsrúllubréf fannst okkur í langflestum tilfellum of stór og því sóun á pappír. Klútarnir frá MM eru af þeirri stærð sem hentar vel.

En svo var pikkað í okkur nú á vordögum og við beðin um að útvega þessa vöru. Það var því greinlegt að fleiri en við höfðum áhuga á þeim margnota valkostum sem Marley's Monster býður uppá í stað einnota. Því er nú svo farið að þó svo að margir geti og eigi mjög auðvelt með svona einfaldan saumaskap (hóst - ætla ekki að sýna ykkur mínar) þá geta eða gera það alls ekki allir þrátt fyrir góðan vilja. Við hvetjum samt alla til að nýta hráefni sem til fellur á heimilinu eins og þeir geta.

 

Til baka í fréttir