Í gærkvöldi fór fram verðlaunaafhending hjá Nordic Natural Beauty Awards. Lífræna svitakremið með lavenderilminum frá Naturlig Deo hafði verið tilnefnt og það kom okkur svo sem ekki á óvart, þekkjandi þessa vöru, að það skyldi verða sigurvegari í úrslitunum.
Lavender kremið er annað svitakremið frá Naturlig Deo sem vinnur til verðlauna fyrir gæði en í fyrra var það svitakremið með grape ilminum sem hampaði sigri. Þessi tvö eru einmitt mest seldu svitakremin hér hjá okkur.
Í svitakremin frá Naturlig Deo eru aðeins notuð lífræn og náttúruleg hráefni og í lavender kreminu er að finna náttúrulega kókosolíu, kornsterkju, matarsóta, jójóbaolíu, carnuba vax og lavender olíu.
Svitakremin frá Naturlig Deo henta öllum kynjum, fólki á öllum aldri og skaða ekki menn, dýr né náttúru. Það er laust við ál, alkóhól, kemísk efni og í því eru engin önnur íblöndunarefni.
Mistur hefur verið dreifingaraðili Naturlig Deo í tæp þrjú ár og ef rétt er munað þá vorum við fyrstu dreifingaraðiliar i Evrópu. Við vorum svo heppin að fá heimsókn frá þeim í fyrrasumar og gafst þá um leið tækifæri til að kynnast betur. Við skottuðumst með þær í heimsókn á nokkra útsölustaði og brugðum okkur einnig örlítið upp á hálendi. Sara, eigandi og stofnandi Naturlig Deo nýtti hvert tækifæri til að smella af mynum af kreminu í náttúrulegu umhverfi og á myndinni hér fyrir neðan er einmitt hið fallega Frostastaðavatn í bakgrunni.
Við erum ákaflega stolt af því að vera með svona frábæra vöru í sölu og óskum Söru og hennar teymi hjá Naturlig Deo innilega til hamingju með árangurinn.